Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Kveðjur frá Santa Barbara


Oh my. . .  hvað við höfum það gott.  Smile

Erum í sól og sumaryl.  CoolCool
sendum öllum heima á klakanum okkar bestu kveðjur.


Gleðileg Jól

kertaljós
Heart  Elsku vinir

Sendum okkar
bestu óskir um
Gleðileg jól og
farsælt komandi ár.

Hafið það gott yfir hátíðarnar.
Þökkum liðin ár og óskum ykkur alls hins besta á komandi árum.

Bryndís og Lúther


Jólin að koma

jólatré
Heart Jólastressið fór alveg framhjá mér,
við keyptum nær allar jólagjafirnar 
í Colorado í ágúst. 

Tvisvar í prófatörninni leit ég upp úr
bókunum til að dreifa huganum,
í annað skiptið setti ég upp jólaskrautið
og í hitt skiptið pakkaði ég inn gjöfunum.

Svo að nú, þegar ég er í spennufalli eftir prófin.....
þá er ég búin að fara einu sinni í Kringluna og Smárann og dingla mér þar,
bara horfa á stressið í hinum.... frábært

Ég er bara að bíða eftir jólunum......  Heart


Úff... prófin búin

alveg búin á því
Hvílíkur léttir að prófin eru búin,
það var samt ekki tekið með sitjandi sældinni
þetta hefur verið erfið törn
skólabækurnar heilt fjall.....

Nú á miðju hausti hætti ég við árlega hlaupaferð til Usa
svo ég hef alltaf mætt í tíma,
en álagið var svo mikið að ég var að kikna
svo ég hef lifað undanfarið á þeirri ákvörðun að taka árs-frí
eftir BA-ritgerðina......... sem sagt eftir þetta skólaár. 

En nú er törnin búin - og jólin á næsta leyti
nóg að gera í sambandi við þau, en það er bara gaman.

Sýningin mín verður ekki tekin niður fyrr en á föstudag..... jibbý


Framlenging

HannHún
Eintóm gleði og hamingja Heart

Ég mætti galvösk kl 4 í dag,
í brjáluðu veðri
til að taka niður sýninguna mína. 

Það vill þannig til að sú næsta sem verður með sýningu er ekki tilbúin með hana og mér var boðið að hafa myndirnar uppi viku í viðbót.

InLove ég er auðvitað hæstánægð með það.

Svo nú gefst þeim sem ekki hafa enn komist, tækifæri til að sjá herlegheitin.

Þessar myndir eru úr þema sem ég kalla fjölskyldan.  Þetta eru Hann og Hún, en svo eru pör eða heil fjölskylda.

Koma svo - allir á Sjónarhól  Cool


Málverkasýningin

BryndisSvavarsdottir_myndir

InLove InLove InLove

Ég er mjög ánægð með fyrstu einkasýninguna mína. 

Ég gat komið 12 myndum fyrir, sem er gott í svona litlu plássi,
2 eru þeim megin sem afgreiðsluborðið er,
hinar 10 eru í salnum hægra megin. 

Ég gæti alls ekki sýnt á þessum tíma er fyrirkomulagið væri ekki eins og það er.  Ég hef verið svo upptekin undanfarið, fyrst við stóra ritgerð, síðan heimapróf og nú er ég að lesa fyrir þessi 3 skriflegu próf sem ég þarf að mæta í.  Síðasta prófið hjá mér er 17.des.

Sýningin er opin frá 10-18 alla virka daga
Ég vona að fólk kíki inn, skoði myndirnar og skrifi sig í gestabókina mína sem er á staðnum.

Sjónarhóll, Reykjavíkurvegi 22 HF   http://www.sjonarholl.is

 


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband