Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Varist súrdeig farísea og saddúkea

Matt 16:6-12 
-6- Jesús sagði við þá: Gætið yðar, varist súrdeig farísea og saddúkea.
-7- En þeir ræddu sín á milli, að þeir hefðu ekki tekið brauð. -8- Jesús varð þess vís og sagði: Hvað eruð þér að tala um það, trúlitlir menn, að þér hafið ekki brauð? -9- Skynjið þér ekki enn? Minnist þér ekki brauðanna fimm handa fimm þúsundum og hve margar körfur þér tókuð saman? -10- Eða brauðanna sjö handa fjórum þúsundum og hve margar körfur þér tókuð saman?
-11- Hvernig má það vera, að þér skynjið ekki, að ég var ekki að tala um brauð við yður. Varist súrdeig farísea og saddúkea.
-12- Þá skildu þeir, að hann hafði ekki talað um að varast súrdeig í brauði, heldur kenningu farísea og saddúkea.

Jóh 6:35 Jesús sagði þeim: Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.

Varnaðarorð Jesú eru þau að við eigum að varast að blanda öðrum trúarbrögðum inn í trú okkar á hann... en sífellt fleiri hinna frjálsu trúarsamfélaga eru farin að upphefja gyðinga, Ísraelsríki nútímans og Jerúsalem... Að sjálfsögðu eigum við að elska og virða alla, sama hverrar trúar þeir eru, en þessi upphafning er komin út í öfgar.

Súrdeig gyðinga á ekki samleið með Brauði lífsins.


Fjölhæf eða biluð?

Fréttin segir að konan hafi verið ákærð fyrir að stofna barni í hættu... HALLÓ... var hún á einkalóð eða á almennum vegi. Allir aðrir hafa verið í hættu. Þetta er bara bilun !
mbl.is Ók bíl, gaf barni brjóst og talaði í síma á meðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyra ekki og skilja ekki...

Jesús sagði í Jóh 15:1-8
-1- Ég er hinn sanni vínviður, og faðir minn er vínyrkinn.
-2- Hverja þá grein á mér, sem ber ekki ávöxt, sníður hann af, og hverja þá, sem ávöxt ber, hreinsar hann, svo að hún beri meiri ávöxt.
-3- Þér eruð þegar hreinir vegna orðsins, sem ég hef talað til yðar.
-4- Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér.
-5- Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.
-6- Hverjum sem er ekki í mér, verður varpað út eins og greinunum, og hann visnar. Þeim er safnað saman og varpað á eld og brennt.
-7- Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið, og yður mun veitast það.
-8- Með því vegsamast faðir minn, að þér berið mikinn ávöxt, og verðið lærisveinar mínir.

Páll sagði í Róm 10:16-19 Hefur Ísrael hvorki heyrt eða skilið fagnaðarerindið um Krist???
Og margir í dag skilja ekki heldur að þeir gyðingar sem búa í Ísraelsríki nútímans eru ekki lengur útvalin þjóð Guðs... Þeir sem afneita Kristi eiga ekki að vera upphafnir af kristnum.

Kristur gerði allt sem hann gat til að boða gyðingum fagnaðarerindið, hann sendi lærisveinana út tvo og tvo (Lúk 10:1) en skilaboð hans til þeirra voru... að væru þeir ekki velkomnir, þá skyldu þeir þurrka dustið af fótum sér og fara, en þrákálfarnir sem vildu ekki taka á móti fagnaðarboðskapnum skyldu samt fá að vita að Guðs ríki væri í nánd.


Sá sem ákallar nafn Drottins mun hólpinn verða

Ég kom frekar vonsvikin heim í kvöld. Hafði verið á fundi... þar sem ég held að margir fundarmanna séu á rangri leið. Þegar ég kom heim leitaði ég í Biblíuna... dró korn... þau festust nokkur saman og ég raðaði þeim í þá röð sem ég losaði þau sundur og byrjaði að fletta.

Sálm 86:11-12
Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt.  Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta og tigna nafn þitt að eilífu,

Jóel 3:5
Og hver sem ákallar nafn Drottins, verður hólpinn. Því að á Síonfjalli og í Jerúsalem munu nokkrir lifa af eins og Drottinn hefir heitið. Hver sem ákallar nafn Drottins mun frelsast.
Önnur hugsanleg þýðing á síðustu setn.: Meðal þeirra sem frelsast eru þeir sem Drottinn kallar.

Lúk 22:29-30
Og yður fæ ég ríki í hendur, eins og faðir minn hefur fengið mér,
að þér megið eta og drekka við borð mitt í ríki mínu, sitja í hásætum og dæma tólf ættkvíslir Ísraels.

Sálm 130:7-8
Ó Ísrael, bíð þú Drottins, því að hjá Drottni er miskunn og hjá honum er gnægð lausnar.
Hann mun leysa Ísrael frá öllum misgjörðum hans.

Hver sá sem ákallar nafn Drottins, mun hólpinn verða... nafnið JESÚS gefur okkur frelsi. Jóel segir að NOKKRIR munu lifa af á Síonfjalli og í Jerúsalem... það eru þeir sem ákalla nafn Drottins Jesú Krists... en þjóð Guðs, Ísrael sem beið Drottins, þekkti hann ekki...
Þeir sem kannast ekki við mig á jörðu mun ég ekki kannast við á himnum sagði Jesús... við erum ávöxtur trúarinnar. Jesús er rótin sem við fáum næringuna frá.
Jóh 15:1   Ég er hinn sanni vínviður, og faðir minn er vínyrkinn.
Jóh 15:5   Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar.

Þeir sem höfnuðu Jesú voru sniðnir af vínviðnum og Ísrael varð svo fámennur að Páll kallar hann leifar í Róm 9:27 og Róm 11:5. Aðeins leifar frelsuðust - hinir urðu forhertir og Guð gaf þeim sljóan anda... ALLT TIL ÞESSA DAGS... En Guð gengur ekki á bak orða sinna þó meirihluti lýðs hans hafi hafnað syninum. Guð er trúr þeim sem tóku við Jesú og hann græddi heiðingjana á vínvið sinn í stað þeirra sem voru sniðnir af.
Lýður Guðs ber enn nafnið Ísrael.
Hvers vegna?  Lýður Guðs skipti hvorki um nafn eða kennitölu... hann skipti um fólk og skipar nú eingöngu þá sem ákalla nafnið Jesús... Hjá honum munu þeir sem trúa á Krist fá miskunn og verða leyst frá misgjörðum sínum. AMEN


Ríki maðurinn og Lasarus

Jesús sagði allt í dæmisögum og ein þeirra fjallar um ríka manninn og Lasarus. Dæmisögur hafa þann eiginleika að geta talað inn í margar aðstæður, þær er hægt að túlka á margan hátt. En Jesús hlýtur að hafa haft einhverja sérstaka meiningu í huga þegar hann sagði hverja og eina þeirra.

Sagan um ríka manninn og Lasarus í Lúk.16:19 fjallar ekki um að einhver hafi sankað að sér auð, hvort sem það var á heiðarlegan eða óheiðarlegan hátt og að sá fátæki væri hlunnfarinn af þeim ríka.
Nei, ríkidæmi ríka mannsins felst í því að hann og bræður hans voru gyðingar, þeir áttu fyrirheit Guðs - Lögmál Móse og spámennina. Fátækt Lasarusar fólst í því að hann var heiðingi.

Gyðingar kölluðu heiðingja ,,hunda" og þessi dæmisaga og Mark 7:26 segir að heiðingjar vildu gjarnan seðja sig á því sem félli af borðum gyðinga. Þeir vildu þiggja molana (fróðleiksmolana) sem eru Guðs orð en gyðingar héldu því fyrir sig.
Mark.7:26 Hverjir voru fátækir?  
http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/659218/

Ríkidæmið og fátæktin í sögunni er því andlegt en ekki veraldlegt.


Friðum kengúrur...

Ég hvet alla til að skrifa sig í athugasemdir... og safna þannig undirskriftum um að friða ástralskar kengúrur.
mbl.is Ástralir ósáttir við hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Númer hvað er þjóðin?

Númer hvað er þjóðin?  Það er hreint ótrúlegt hvað stjórnin ætlar að sóa þessum dýrmæta tíma sem hún hefur...  til þess eins að reka Davíð... Hvað bætir það hag atvinnulausra eða þeirra sem eru að missa allt sitt.
Það var vitað fyrirfram að þessi stjórn myndi sitja í stuttan tíma, þess vegna hefði maður haldið að áherslan lægi á að styrkja og styðja heimilin í landinu og atvinnuvegina... en að sóa tímanum í svona vitleysu...
mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunni 25 ára

HPIM0699
Heart Gunnar tilvonandi tengdasonur á afmæli í dag 21.febr. Hann er 25 ára. Hann og heimasætan búa hér heima... en verða bráðum frjáls og óháð... þ.e. þegar þau flytja á Keilissvæðis í apríl.

Innilega til hamingju með daginn Kissing

Hafðu það sem best...


Gyðingar - kristnir

Ég heyri það stundum að menn skipta gyðingum í 2 hópa... gyðinga og gyðing-kristna og eru menn þá væntanlega að telja þá gyðing-kristna sem hafa tekið kristna trú. 
En málið er mjög einfalt... ef búddisti tekur upp kristna trú verður hann kristinn, ekki búdda-kristinn. Ef múslimi tekur upp kristna trú verður hann kristinn, ekki múslima-kristinn og það er nákvæmlega eins ef gyðingur tekur upp kristna trú... þá verðu hann kristinn, ekki gyðing-kristinn.

Þessi flokkun á gyðingum, kemur sennilega út frá ritum fræðimanna nútímans. En þar rekst maður á aðgreiningu hins frumkristna safnaðar á 1.öld.
Þar eru menn að vísa til bakgrunns þeirra sem voru í hinum fyrstu söfnuðum... og til aðgreiningar nota þeir ,,heiðin-kristinn og gyðing-kristinn" en fólkið sjálft flokkaði sig sem gyðinga þar til í óeirðunum árið 49/50 er Kládíus rak alla ,,gyðinga" frá Róm. sbr. Post.18:2 og en í Rómv.16:3... eru þessir gyðingar samverkamenn í Kristi.

Við fall musterisins um árið 70... er talið að kristnir hafi aðgreint sig endanlega frá gyðingum. Strax á 1.öld finnast vísbendingar um að kristnir menn hafi aðgreint sig með því að taka upp sunnudaginn sem hvíldardag, þó páfi hafi ekki sett það í lög fyrr en árið 323.


Númer EITT

Orðið ,,testamenti” þýddi til forna eiður, skrifleg tilmæli, erfðaskrá eða ákvæði. Gríska og hebreska merkingin getur líka verið ,,sáttmáli.”  Sáttmáli í hinni fornu veröld þýddi bindandi samkomulag milli tveggja aðila og það var oft innsiglað með dýrafórn þ.e. blóði fórnardýrs.  Móses stofnsetti hinn Gamla sáttmála með dýrafórn á altari Guðs. Þennan sáttmála kallar Nýja testamentið lögmálið og boðorðin

Lögmálið samanstendur af 613 ákvæðum [1] og Boðorðin eru 10.... báðar tölurnar hafa þversummuna EINN.... Við höfum bara eitt líf og einn Guð og hann á að vera númer eitt hjá okkur.

[1] The Baker, Pocket Guide to The Bible (Kevin O´Donnell) bls. 19

Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband