Leita í fréttum mbl.is

Lygasagan gengur enn - Matt. 28.kafli

-1- Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina.
-2- Þá varð landskjálfti mikill, því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann.
-3- Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór.
-4-
Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir.
-5- En engillinn mælti við konurnar: Þér skuluð eigi óttast. Ég veit, að þér leitið að Jesú hinum krossfesta.
-6- Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, ... 

-11- Meðan þær voru á leiðinni komu nokkrir varðmenn til borgarinnar og sögðu æðstu prestunum allt, sem gjörst hafði.
-12- En þeir kvöddu saman öldungana og tóku það ráð með þeim að bera mikið fé á hermennina og mæltu við þá:
-13- Segið þetta: Lærisveinar hans komu á næturþeli, meðan vér sváfum, og stálu honum.
-14- Og ef þetta berst landshöfðingjanum til eyrna, skulum vér sefa hann, svo að þér getið verið áhyggjulausir.
-15- Þeir tóku við fénu og gjörðu sem þeim var sagt. Þessi sögusögn (lygasaga) hefur verið borin út meðal Gyðinga allt til þessa dags.

Varðmennirnir gáfu vitnisburð sem var falur... er það ekki sorglegt að mennirnir sem voru vitni að svo stórkostlegu undri, að sjá engilinn opna gröfina, voru falir til að bera ljúgvitni.

Með dauða sínum á krossi og upprisu, sigraði Jesús dauðann... hann birtist lærisveinunum og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu (18v). Jesús keypti lausar þær sálir sem trúa á hann. Boðun orðsins er útdeiling boðskorta í brúðkaup lambsins... Það er ekki nóg að frétta af boðskortinu, maður verður að staðfesta komu sína með því að játa trúna.
Tjaldbúð Guðs færðist til himins en þar er verið að búa okkur stað. Síðustu orð guðspjallsins eru: ,,Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar."

Ps. Ekki trúa lygasögunni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband