Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2019

Denver CO - Kansas - Oklahoma - Texas - New Mexico - Colorado - heim 16-26.júní 2019

Nú byrjar þriðji og síðasti hluti þessarar ferðar... Við Vala skiptum um ferðafélaga í dag, þegar systur mínar fóru heim og mennirnir okkar flugu út með sömu vél... 10 dagar eftir. 

16.júní... við byrjuðum á því að keyra áleiðis til Kansas og gista í Limon...
   Microtel Inn & Suites by Wyndham Limon
2510 6th Street  Limon  80828  CO  US
TEL: +17197758121 

17.júní... Keyrðum til Kansas, sáum sólblómamálverkið, skyldi það vera dýrasta útimálverk í heimi? Kostaði milljón dollur! Hvaða fylki Usa skyldi vera nær hrukkulaust???
KANSAS er næstum eins slétt og pönnukaka... og við komumst að því hvað landslagið fyrir utan gluggann skiptir miklu máli.
   
Cottonwood Inn,
1200 State St  Phillipsburg 67661 KS US
TEL: +17855432125

18.júní... Kansas kom okkur verulega á óvart í dag... við ætluðum að skoða Monument Rocks í dag á leiðinni suður... en það byrjaði að rigna... og þegar við komum að afleggjaranum þá var hann "dirt road"... við ætluðum að láta okkur hafa það en eftir ca eina mílu ákvað ég að snúa við. Það var hægara sagt en gert því við sukkum í drullu og á tímabili leit út fyrir að við þyrftum aðstoð... en Lúlli, Vala og Hjörtur fóru út að ýta og okkur tókst að komast aftur á malbikið. Monument Rocks eru myndin framan á Kansas-kortinu og aðal djásn fylkisins... svo við skiljum ekki þessa afspyrnu lélegu aðkomu. Gistum í Liberal, en þar er hús Dorotheu og galdrakarlsins í Oz.
   Rodeway Inn,
488 E Pancake Blvd Liberal 67901 KS US
TEL: +16206245642

19-20.júní... 2 nætur í Santa Fe,
Í dag keyrðum við suður Kansas, gegnum Oklahoma, niður til Amarillo í Texas... skoðuðum Cadilakkana The Cadillac Ranch á akrinum, keyrðum eftir þjóðvegi 66... kíktum á ,,draugabæi" skoðuðum bílasafn Route 66 í Santa Rosa og enduðum á hóteli í Santa Fe, New Mexico. 
   Quality Inn, Santa Fe,
3011 Cerrillos Rd  Santa Fe, NM 87507  US
TEL: +15054711211

20.júní... Tókum það rólega í dag, versluðum og slökuðum á... við áttum pantaða hellaferð kl 18 í La Madera hér fyrir norðan Santa Fe. Hellirinn er handgert listaverk Ra Paulette. Ótrúlega flott en hann var tvö ár að gera þennan helli sem heitir ,,Windows of the Earth"
sama hótel...

21-23.júní... 3 nætur í Ruidoso
Við keyrðum til Ruidoso í dag... löng keyrsla... Fallegur bær á milli fjalla... nóg af brekkum hér fyrir næsta maraþon. Ruidoso er í 7.000 ft hæð yfir sjávarmáli - góðan daginn. 

22.júní... Fórum snemma út i morgun, keyrðum til White Sands... staður sem á engan sinn líka á jörðinni og hvíti sandurinn nær suður til Mexico. Sandurinn er kaldur í sjóðandi heitri sólinni. Síðan sótti ég númerið fyrir maraþonið á morgun og við skoðuðum listaverk úr járni í miðbænum.

23.júní... Ég held að erfiðleikaskalinn hafi verið sprengdur, hefur náð upp fyrir allar mælingar í maraþoninu í dag... Brekkur, brekkur og enn fleiri brattari brekkur var einkenni hlaupsins. Ég átti fullt í fangi með að fylgja grænu örvunum í götunni til að villast ekki. Lofthæð yfir sjávarmáli var 7000 ft í byrjun, lækkaði niður í 6500 ft og hækkaði síðan í 7500 fet... ÞETTA VAR ERFIÐ LEIÐ... 3 fet í meter

New Mexico er 25.fylkið mitt í þriðja hring um USA... kom ekki til greina að gefast upp. Við borðuðum kvöldmat í Casino-inu.
   Super 8, Ruidoso
100 Cliff Dr Ruidoso 88345 NM US Tel:  +15753788180   

24.júní... Við keyrðum í dag frá Ruidoso NM til Pueblo CO. Löng keyrsla...  Við versluðum og borðuðum á Golden Corral. Það er heimferð á morgun... getur það verið! Hrikalega flýgur tíminn hratt.
   Ramada Pueblo,
4703 North Freeway,
CO, 81008 Pueblo, USA

25.júní... Heimferð í dag, keyrum til Denver og tökum síðustu búðirnar um leið. Flug kl 19:55...  ferðin búin... alltof fljótt.


Grand Canyon og fl. 2-16. júní 2019

2.júní...
Ég komst í gegnum eitt erfiðasta maraþon sem ég hef hlaupið í morgun. Ég hafði tékkað mig út af hótelinu í nótt... svo ég þvoði mér og skipti um föt á klósettinu í Walmart... Það var stórhættulegt að hanga í búðum og bíða... ég hefði getað fyllt bílinn... svo ég beið síðustu 2 tímana rétt hjá flugvellinum. Edda, Berghildur og Vala komu út um kl 8 pm... við keyrðum frá Denver til Manitou Springs og komum við i Walmart á leiðinni á fyrsta hótelið okkar.

   Magnuson Hotel Manitou Springs
311 Manitou Ave Manitou Springs 80829 CO US  
TEL: +17196855991

3.júní...
Ég svaf ágætlega enda búin að vaka tæpan sólarhring, hlaupa erfitt maraþon og keyra um 100 mílur... eftir morgunmat skruppum við i REI og Walmart og þaðan fórum við í ROYAL GORGE BRIDGE. Við tókum kláf yfir gilið og gengum yfir brúna til baka... 2x... því í seinna skiptið ætluðum við að renna okkur á línu yfir en þá var kominn of mikill vindur. Við fórum síðan niður í Cañon City og fórum í 2ja tíma lestarferð eftir gilbotninum...
Við gistum á Ramada í Pueblo.

    Ramada Pueblo
4703 North Freeway, PuebloCO 
Tel:
+1 719 544 4700 

4.júní...
Í dag keyrðum við frá Pueblo til Pagosa. Auðvitað var stoppað á leiðinni m.a. við Treasure Falls sem er í South Park.

 Quality Inn
158 Hotsprings Boulevard
Pagosa Springs, CO 81147  US
TEL: +19705078703

5.júní...
Í dag keyrðum við frá Pagosa CO til Page AZ... Löng keyrsla og nokkur stopp... fyrst við Chimney Rock Monument, svo við Four Corners, einhver Monument rock og Baby Rocks.

   Country Inn & Suites by Radisson,
Page, AZ 880 Haul Rd  Page  86040  AZ US
TEL: +19284841117

6.júní...
Í dag keyrðum við frá Page að norður rim Grand Canyon. Við vorum nokkuð snemma í því, því við ætluðum að keyra á helstu útsýnisstaðina og skoða... við gátum aðeins keyrt á einn stað... Point Imerial, því vegurinn á hina var lokaður. Við gistum í æðislega kósý kofa. Ég hringdi í flutningsþjónustuna og pantaði töskusendingu til suður rimarinnar og far fyrir okkur til baka 11.júní frá suður riminni hingað... Við ætlum að byrja gönguna kl 6 í fyrramálið.

    Grand Canyon Lodge North Rim, AZ US 86052     
TEL  928-638-2611

7.júní...
North Kaibab Trailhead (2.511 m hæð) til Cottonwood (1.280 m lækkun)

Við vöknuðum 4:30... og vorum mættar vel fyrir kl 6 til að skila lyklunum að kofanum og fá far að upphafsstað göngunnar, North Kaibab Trailhead. Gönguleggurinn í dag er tæpir 10,5 km í hrikalegri náttúru. Það var rétt hjá Jonnu frænku þegar hún sagði að það væri miklu fallegra norðan megin... Landslagið er hirkalegt, stundum lá gönguleiðin uppi í miðju klettabeltinu... við vorum 8 tíma að ganga að tjaldsvæðinu í Cottonwood þar sem við gistum fyrstu nóttina. Gengum klst auka krók á miðri leið að klóttetti og vatnshana sem var lokaður. 

Cottonwood tjaldstæði nr 5

8.júní...
Cottonwood (1.231 m hæð) til Bright Angel Campground (761 m hæð)
Lækkun frá toppi var samtals 1.750 m.

Við vöknuðum kl 5, borðuðum, pökkuðum öllu saman og lögðum af stað kl 7. 
Gönguleiðin var ótrúlega falleg og um leið hrikaleg. Við stoppuðum reglulega til að njóta útsýnisins, taka myndir og dáðst að öllu. 
Leggur dagsins var um 11,5 km en ekki eins brattur og í gær. Við vorum 5 tíma að Bright Angel Campground í botni Grand Canyon við Colorado ána. Hitinn var 121F eða 49,4 á celsíus.

Bright Angel Campground tjaldsvæði nr 23

9.júní...
Bright Angel Campground (761m) til Indian Garden (

Við vöknuðum kl 4 og vorum lagðar af stað kl 6... þessa leið upp á topp fórum við á einum degi fyrir 3 árum. Það á að vera heitara í dag en í gær... en við vissum að við yrðum í skugga fyrstu tímana. Síðustu 2 daga fórum við niður, næstu 2 göngum við upp. þó brattinn hafi verið mikill á köflum þá gekk okkur mjög vel og þessar 5 mílur fórum við á 4 tímum. Hitinn var 85F þegar við komum þangað.

Við tjölduðum á frábæru tjaldstæði og hvíldum okkur yfir heitasta tímann. Síðan gengum við þrjár um 5 km niður á útsýnisstað yfir neðra gilið á Platau-inu en Berghildur fór á námskeið (í villimennsku) í útileikhúsinu. Ég gleymdi matnum mínum á borðinu og íkorni át sig inn í hann... snemma að sofa.

Indían Garden tjaldstæði nr.

10.júní...
Indian Garden til Bright Angel Trailhead (2.200m ) snarbrattar 4.5 mílur.

Við vöknuðum kl 4 og vorum lagðar af stað kl 5:20. Þetta er fjórði dagurinn og síðasti leggurinn upp á topp á suður riminni. Fyrst gengum við í þægilegum hita og stundum svala. Við hvíldum okkur í 3ja mílna húsinu og aftur í 1,5 mílna húsinu. Þá var farið að hitna og ég var búin með alla orku. Pokinn hafði ekki setið rétt á mér fyrstu tvo dagana og innan við vika frá síðasta maraþoni... Við komum á toppinn kl 10:40. Þar fengum við einhverja til að mynda okkur við Bright Angel Trailhead steininn og við röðuðum okkur eins og fyrir 3 árum. Ótrúlegt en satt... hvílík gleði.
ER EKKI GAMAN !

Við tókum strætó á hótelið, fengum það ekki fyrr en kl 4 svo við tókum stræti á útsýnisstaðina S-Kaibab megin og fórum að sækja töskuna sem ég sendi yfir en hún hafði verið send á Yavapai Lodge.

Eftir sturtu tókum við strætó á Hermits Rest því Berghildi langaði að sjá sólarlagið.

   Yavapai Lodge - Inside the Park
11 Yavapai Lodge Road, PO Box 159, Grand Canyon, AZ, 86023, US
TEL: (+44) 20 3684 0232

11.júní...

Grand Canyon S-Rim

Við áttum að sofa út, dormuðum eitthvað, við erum með net í kofanum svo ég gat sett eitthvað af göngunni inn. Við tókum saman dótið, tékkuðum okkur út og mættum á Bright Angel Lodge... ég var búin að panta fyrir okkur rútu á norður rimina þar sem bíllinn er. Rútuferðin tók 4 og hálfan tíma. Við fengum okkur að borða og fengum kofa til að gista í.

   Grand Canyon Lodge North Rim, AZ US 86052     
TEL  928-638-2611

12-14.júní... við gistum 2 nætur í Moab
Við skoðuðum helstu útsýnisstaði á norður riminni áður en við lögðum af stað til Moab... það voru 395 mílur eða 635 km keyrsla. Á leiðinni stoppuðum við við Horseshoe Bend... í Monument Valley... í Bluff og við Mexican hat.

13.júní... 
Skoðuðum Arches National Park í dag... keyrðum um, gengum og mynduðum hið stórkostlega sköpunarverk.. Vorum orðnar ,,bognar" eftir daginn í bogagarðinum, 6 og hálfur tími og hiti um og yfir 35c


Apache Motel
   166 S 400 E Moab, UT 84532  US  
TEL: +14352595727

14-16.júní... við gistum 2 nætur í Denver

Í dag keyrðum við frá Moab AZ til Denver CO... um 550 km.

Við keyrðum um hrikalegt landslag, fengum sól og regn, hagl, þrumur og eldingar... keyrðum upp fyrir snjólínu hjá skíðasvæðinu Vail. Tékkuðum okkur inn á hótelið í Denver downtown og fórum að versla.

15.júní... 
Við héldum áfram að versla, versla, og versla meira... eða "shop till you drop" borðuðum síðan á Golden Corral. Við gengum að ráðhúsinu og létum mynda okkur við mílu-þrepið. 
Gay pride helgi í gangi í garðinum fyrir framan ráðhúsið og í hluta af götunni okkar. Síðan þarf tíma til að hagræða og finna pláss í töskunum, held þær hafi hlaupið!!!

16.júní... 

Í dag skiptum við Vala um ferðafélaga, systur mínar, Edda og Berghildur fóru heim en kallarnir okkar Lúlli og Hjörtur komu út með sömu vél og þær flugu með heim.

Frábært ævintýri í 2 vikur á enda, mikið keyrt (yfir 2000 mílur) gengið í 4 daga í Grand Canyon og margir ótrúlega flottir staðir skoðaðir...

Days Inn by Wyndham Denver Downtown
930 E Colfax Ave Denver 80218 CO US
TEL: +13038138000


Keflavík - Denver, 31.maí - 2.júní 2019

Þessi ferð verður í þrem hlutum... Fyrst flýg ég ein út til Denver og tek eitt maraþon, 2.júní koma systur mínar og Vala út í tvær vikur og hámark þess hluta er 4ra daga ganga í Grand Canyon... 16.júní fara Berghildur og Edda heim og Lúlli og Hjörtur koma út og við ferðumst í 10 daga en í lok þess áfanga hleyp ég annað maraþon.

Lúlli keyrði mig upp á völl og ferðin byrjaði eins og svo oft áður á betri stofunni. allt gekk mjög vel, ég fékk flottan van og herbergið var ágætt. Ég komst í Walmart fyrsta kvöldið en fór svo að sofa... Daginn eftir sótti ég gögnin fyrir hlaupið og fann staðinn sem ég átti að mæta í rútuna... Þetta maraþon byrjar í 3,5 km hæð og á að vera ALLT NIÐUR... 

Nóttina fyrir hlaupið vaknaði ég kl 12:30 til að tékka mig út kl 2:30 og vera mætt í rútu fyrir kl 4:15.

Crosslands Denver - Lakewood West
715 Kipling St  Lakewood 80215 CO US  
TEL+13032750840 


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband