Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015

Orlando - Cocoa Beach FL

Það er ekki hægt að segja annað en að við systur höfum haft nóg að gera í versluninni... við höfum verið í sól og 33 stig hita í dag. Við tékkuðum okkur snemma út af hótelinu, borðuðum morgunmat á Golden Corral. Við skruppum í FLorida Mall og svo keyrðum við til Cocoa Beach.

Við sóttum gögnin á Radisson Sas, tékkuðum okkur inn á Days Inn og fórum í Walmart að kaupa morgunmat til að borða fyrir hlaupið og þar var ýmislegt annað í góðu færi frá innkaupakerrunni.

Við borðuðum kjúkling í kvöldmat og fórum svo að undirbúa hlaupadótið.

Days Inn Cocoa Beach,
5500 North Atlantic Ave, Cocoa Beach FL 32931
Phone 321-784-2550, room 135 


Keflavík - Orlando FL 26.11.2015

Það var heldur betur fjörug ferð sem við fórum í á fimmtudag. Hin árlega systraferð til Orlando í Space Coast Marathon yfir Thanksgiving hófst með aðeins öðrum hætti... Matthías og Indía fóru með okkur út. Lovísa og Gunni voru búin að vera úti í 10 daga, fara í krús og hvaðeina. Ekki slæmt að fara út því það snjóaði heima.

Flug til Orlando tekur 8 tíma og það tók klst í viðbót að af-ísa og undirbúa flugtak... þetta var svolitið langur tími fyrir Indíu en bara gaman hjá Matthíasi.

Flugið út gekk mjög vel, tók auðvitað á en það var ótrúlegt hvað krakkarnir í vélinni voru duglegir að hafa ofan af fyrir sér, tala saman og leika sér. 

Indía svaf fyrsta eina og hálfa tímann, svo tókum við hálft maraþon eftir flugvélinni í þrjá tíma og svo svaf hún síðustu þrjá og hálfa tímana, þar til við lentum. Matthías datt út af einhverntíma á síðustu tveim tímunum hjá útlendingum á comfort class...hann átti vini um alla vél eftir þetta flug eins og Indía sem vissi nákvæmlega í hvaða sætaröðum í vélinni voru börn. Flugfreyjurnar voru í uppáhaldi hjá henni, þær komu með mat :)

Við vorum nokkuð fljót út úr vélinni, fórum í gegnum eftirlitið og tollinn, tókum töskurnar, fórum í lestina og þaegar við komum út úr henni biðu Lovísa og Gunni eftir krúttunum sínum... þó þau væru mjög þreytt þá voru litlu skinnin mjög glöð að sjá pabba og mömmu.

Víkur nú sögu að systrum... sem fengu sinn bílaleigubíl hjá NU... leigu sem skal varast í framtíðinni... fóru beint á hótelið, hentu inn töskum og fóru í Outlet til að taka þátt í "the Midnight Madness" á Black Friday... við vorum úti til kl 4 am og sváfum til 7am...

Bara versla meira á eftir...

Days Inn, 5858 International Drive, Orlando FL,32819
Phone:407-351-4410      room : 132
PS.líka að forðast þetta hótel, enginn morgunmatur


Savannah GA - New York - heim

Laugardagur 7.nóv og einkasonurinn á afmæli í dag kiss 

Ég mætti auðvitað tímanlega í maraþonið... í hitamollu og eins og er hægt að lesa á http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2145930/ þá var maraþonið stoppað á ákveðnum tíma og öllum beint í mark af öryggisástæðum. Bömmer að ná bara að fara hálft maraþon en ég var heppin að hafa krossað við Georgíu í síðustu ferð þannig að þetta hefur ekki áhrif á að ég klári aðra umferð um USA í Helena Montana í júní.

Sunnudagur 8.nóv

ég  mætti í Daffin Park og tók þátt í 5km hlaupi... hafði svosem ekkert annað að gera en svo að pakka eftir það. Það gekk bara vel, hæfilega svalt og svo hellirigndi þegar hlaupið var búið.

Mánudagur 9.nóv

Það var hrikalegt að verða skila þessum æðislega bílaleigubíl - eðalvagn í alla staði... en ég varð...uhu
Ég átti flug 10:30 til New York og þurfti síðan að bíða þar í 8 tíma eftir flugi heim. Flugið heim var 5 tímar og ég lent um kl 6am. Bíðari nr 1 sótti mig, alltaf góð þjónusta hjá honum kiss

 


New York - Savannah GA

Ég fór hrikalega snemma að sofa í gær því ég varð að taka skuttluna upp á flugvöll kl 5:30 í morgun... Flugið var kl 7:30 og það veitti ekkert af tímanum. 

Ég flaug með jetBlue til Savannah og flugið tók um 2 tíma. Ég hef aldrei komið hingað áður. Bílaleigubíllinn er hvílík lúxus 8 sæta dekurdós... Dodge er bestur :D

Um hádegið var ég komin í expoið að sækja gögnin fyrir maraþonið og síðan lá leiðin í Walmart að kaupa morgunmat og fl. Fékk mér að borða...
Ég tékkaði mig inn á hótelið um kl 4... reyndi að hringja heim gegnum Viber en sambandið var mjög slæmt.

Days Inn Airport,
2500 Dean Forrest Rd, Savannah Georgia 31408,
Phone : 912 966 5000  room 116


Keflavík - New York

Mín er flogin út eina ferðina enn... Í dag flaug ég til New York og gisti þar... og flýg áfram eldsnemma í fyrramálið til Savannah GA.

Um miðnætti á okkar tíma (kl 19 hér) var ég að tékka mig inn á hótelinu og bara fegin að fara í rúmið.

Days Inn Airport, 
144-26 153rd Court Jamaica, NY 11434
Phone : 718 527 9025


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband