Leita í fréttum mbl.is

Seattle - Alaska - Seattle - heim, 25-30.júlí 2023

Þessi ferð var HRAÐFERÐ til Alaska.. inn og út úr landinu.. og eftir að ég kom heim hugsaði ég að nú væri ég orðin of gömul fyrir hraðferðir.. Þetta var þriðja ferðin mín til Alaska. Ég hef farið 2x til Anchorage en aldrei til Juneau sem er höfuðborg Alaska.

25.júlí.. keyrði Lúlli mig á völlinn.. ég átti kvöldflug út til Seattle.. 8 tíma flug og 7 tíma munur.. Ég var fljót í gegnum eftirlitið en þurfti að bíða klst eftir hótel-skuttlunni.. 
26.júlí.. átti ég flug um hádegi til Juneau í Alaska, flugið var rúmir 2 tímar og 1 tími í tímamun bættist við.. ég var ekki með bílaleigubíl svo ég samdi við leigubílsstjórann um keyrslu í maraþonið..
27.júlí.. auðvitað vaknaði ég um miðja nótt.. og ekki vandamál að mæta kl 6 am í maraþonið til að fá númerið mitt.. Hlaupið var ræst kl 7.. mér gekk ágætlega.. ég var svo heppin að sjá 2 birni og ná mynd af þeim í húsagarði hinu megin við götuna.. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé birni í náttúrunni..
28.júlí.. Maraþon nr 2.. mér gekk ekki eins vel, tímamunur og þreyta gerðu vart við sig og svo var ég með sár á 2 tám frá deginum áður.. eftir maraþonið, fékk ég far upp á hótel, þar sem ég gat þvegið mér í vaskinum og skipt um föt.. og tekið skuttlu upp á flugvöll..
Þar sem ég var mætt tímanlega.. settist ég niður og tók því rólega.. þegar ég stóð upp klst síðar gat ég varla gengið og þurfti að útskýra fyrir fólkinu í eftirlitinu að ég væri ekki fötluð, ég hafi bara verið að hlaupa.. ég átti kvöldflug til Seattle og tapaði 1 klst, þannig að ég lenti þar um miðnætti.. tók skuttlu á hótelið og datt í rúmið án þess að fara í sturtu.. 
29.júlí.. tékkaði ég mig út og tók skuttluna kl 11 upp á flugvöll.. flugið heim var kl 15:50, næturflug eins og alltaf.
30.júlí.. lent kl 6 am og ég ósofin.. svo ég lagði mig fram að hádegi..

já góðan daginn.. held að þetta hafi verið síðasta hraðferðin mín..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband