Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2022

PA, NJ, CT og MA, 3-10.júní 2022

3.júní
Já ég er á leiðinni út, átti pantað covid test kl 9... og það má segja að það hafi verið forskriftin að ferðinni... að pöntunin fannst ekki, en ég gat skráð mig í annað test. Það tók síðan 20  mín að fá niðurstöðuna og þá brunuðum við upp í flugstöð... Auðvitað lenti ég aftast í röðinni og ég var 1 tíma og 40 mín í röð að tékka mig inn, síðan var það bara sprettur í vélina... Flugið var fínt, gott að ferðast með UNITED AIRLINES, tvisvar matur á leiðinni og góð þjónusta...  Þegar ég mætti á AVIS bílaleiguna... fannst pöntunin ekki... en
 svo fannst hún á leigu úti í bæ??? og ég sem tékkaði í boxið -airport-

Það kostaði 40 usd að komast þangað... þar fékk ég andlegt áfall yfir skúrnum... svo neitaði leigan að viðurkenna tryggingar í korti... og seldi ekki tollpassa... þegar maðurinn, sem var hinn almennilegasti allan tímann, sagðist ætla að láta mig fá ,,sleða" þá bað ég um að fá hreindýr líka... en þetta var hans brandari fyrir snjóhvítan bíl...
Ferlið á leigunni tók óratíma og ég komst ekki af stað fyrr en kl 4 og þá var umferðin orðin þung. Ég keyrði til East Stroudsburg PA, komin eftir 4 tíma... stillti klukkuna á 2 am fyrir maraþonið...
 
4,júní ... Maraþon í Sussex NJ í dag...
Ég lagði af stað kl 3:15 til að hafa tímann fyrir mér að finna staðinn í New Jersey... early start kl 5... þessir garðar geta verið erfiðir í myrkri... en þó ég keyrði um í rúman klukkutíma um garðinn, fann ég ekki fólkið... ég var farin að halda að það væri ekki réttur dagur... kl 5:15 datt mér í hug að keyra upp að einhverju hóteli í næsta bæ og vona að þar væri net án lykilorðs... þá sendi ég skilaboð... ég finn ykkur ekki í Stokes State Forest park!... svar: við erum í High Point... 13 mílur í burtu... Ég keyrði eins og MANIAC og mætti 40 sek fyrir venjulegt start... kl 6... já og eigum við eitthvað að ræða 108 brekkur, já einmitt, þetta var skráð ,,hilly"...
Nýtt start hafði farið framhjá mér... bara heppin að missa ekki af hlaupinu.
 
5.júní
Í dag keyrði ég frá Pennsylvaníu, þvert yfir New Jersey, New York og Massachusetts til West Hartford í Connecticut... Þetta áttu að vera 178 mílur... eða 288 km... og taka 3 og hálfan tíma... en vegna þess að #&=# bílaleigan leigði ekki Easy Pass... gat ég ekki notað tollvegina... og keyrði ég 481 mílu eða 780 km og var rúma 8 tíma á leiðinni. Í denn gat maður borgað í tollhliði, nú er myndavélakerfi tengt við númeraplötu/eiganda bílsins og háar sektir... Þess vegna gat ég ekki keypt passann annarsstaðar... 
 
6.júní ... Maraþon í morgun í Simsbury CT
Ekki halda að allt hafi verið eins og ætlað var... Ég held ég hafi sofið ágætlega/ekki viss... vaknaði kl 2:15 og var lögð af stað um kl 4, en early start er kl 5... það áttu að vera 20 mín á startið en þegar ég setti inn hnitin sagði Garmin 50 mín... svo hugsaði ekki um það meira og rauk af stað... keyrði eins og brjálæðingur í myrkrinu, fór einu sinni framhjá exiti og þurfti að snúa við... 5 mín fyrir 5 kom ég á staðinn... og þar var ENGINN...
Þegar ég athuga blaðið, þá ruglaðist ég á dögum... setti inn hnit fyrir næsta miðvikudag... ég grét í 3 sek... mátti ekki vera að því að gráta lengur... Rétt hnit voru 50 mín í burtu, en mín var 25 mín á leiðinni... ég fékk að fara strax af stað uppá að reikna frá starttíma kl 5...
Brautin var nokkuð slétt, kalt og rakt í upphafi en varð heitt, nokkrir skuggar á leiðinni... er þetta ekki orðið gott???
Þetta hlaup er til heiðurs Indíu Carmen 8 ára í dag... en þegar hún fæddist var ég hálfnuð í maraþoni í Illinois í Heartland Seríunni...amma er aldrei heima.
 
7.júní
Ég skipti um hótel... keyrði til Holyoke MA fyrir síðasta maraþonið í ferðinni...
 
8.júní ... Maraþon í Holyoke MA
Þó startið væri ekki langt í burtu og að ég væri búin að fara þangað ,,óvart" á mánudag... þá vaknaði ég kl 2:15... og var komin snemma á startið í grenjandi rigningu... veðurfræðingurinn heima sagði að það myndi stytta upp eftir nokkra tíma og vera glampandi sól eftir það... og hann var með þetta... Maraþonið var ræst kl 5, grenjandi rigning malarstígur og 7 brekkur x12 ferðir...
Ég kom sjálfri mér á óvart... var með ferskari fætur en ég hélt...
 
9.júní ... Heimferð
Ég lagði klst fyrr af stað en ég ætlaði eða(8:40)... 160 mílur í Linden NJ að skila bílnum... ég stoppaði í New Haven og tók atvinnuviðtal í Walmart... á TEAM... við sóknarnefndina á Borg á Mýrum... og hélt síðan áfram... það hægðist verulega á umferðinni í New York, þetta var skref fyrir skef... mér var ekki orðið sama og þegar ég kom að göngum yfir til New Jersey voru þau lokuð vegna slyss og garmin sendi mig í hring í þessari hægu umferð... þá talaði ég við lögregluna sem skrifaði niður leið að brúnni... vá, ég bað stanslaust til Guðs... að ég missti ekki af fluginu...
Það greiddist úr umferðinni þegar ég kom yfir brúna... aðeins 11 mílur eftir... og... bílaleigan lokuð... já, einmitt, ég hreinsaði út úr bílnum, tók myndir allan hringinn, læsti og setti lyklana í lúgu... labbaði í næsta hús og þar næsta og bað fólkið að hringja á leigubíl... loksins hitti ég mann sem var svo elskulegur að hringja og ég fékk bíl eftir 3ja símtal... og rúmlega kl 8 var ég komin á völlinn... flug kl 11:40... og auðvitað seinkaði fluginu - hvað annað !
Í þessari ferð kláraði ég þrjú fylki, 3 maraþon
Sussex New Jersey, 43,49 km ✔️
Simsbury Connecticut, 44 km ✔️
Holyoke Massachusetts, 44,69 km ✔️
Ég keyrði 960 mílur eða 1.555 km         TAKK JESÚS ❤🙏❤



Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband