Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2023

Virginia 9-20.nóv 2023

Sögulegum áfanga verður náð í þessari ferð.. en ég mun hlaupa maraþon í Richmond í Virginiu á laugardag.. og klára þá öll 50 fylkin í 3ja sinn.

9.nóv.. Flugið til Baltimore var 6 tímar.. við flugum yfir Grænland.. við vorum nokkuð fljót í gegnum eftirlitið og þurftum ekki að bíða lengi eftir rútunni á bílaleiguna..
Hún var hins vegar yfirfull, fólk stóð og þegar bílstjórinn þurfti snögglega að hemla, hentist kona á göngugrindina hans Lúlla og braut pokann af henni.. á bílaleigunni tók tíma að fá réttu manneskjuna á staðinn að taka skýrslu..
Við fengum loksins bíl og vorum að fara þegar ég uppgötvaði að hann var rafmagnsbíll, ég snéri við, vil ekki rafmagnsbíl.. fengum annan, vorum komin að slánni.. þegar það kom viðvörunarljós í mælaborðið.. snéri við og fékk þriðja bílinn.. myndaði skemmdir og að það vantaði bensín á hann en við komumst af stað.. Klst keyrsla á hótelið, þar sem pöntunin fannst ekki og kostaði yfir klst samtal við hotels.com sem er nú lika orðið expedia og eitthvað annað.. O boy, hvað ég var þreytt þegar ég komst í rúmið..

10.nóv.. Ég sótti gögnin fyrir hlaupið og undirbjó að vakna um miðja nótt til að fara í hlaupið.. 
 
11.nóv.. Vá.. Richmond Virginia.. síðasta fylkið.. Mér tókst það.. er samt ekki alveg búin að ná þessu.. að ég hafi klárað í 3ja sinn ÖLL 50 FYLKI USA.. ótrúlegt.. eftir ca 150 flugferðir til USA, mörg hundruð hótelgistingarnar og tugþúsundir mílna keyrslu.. þá er þessu takmarki náð. Og Kananum finnst þetta svo stórmerkilegt því ég hef aldrei búið í USA.
Ég var alveg óvænt tekin í viðtal við CBS12 fréttastöðina fyrir maraþonið.. 
 
12-20.nóv.. létum við fara vel um okkur, vorum 3 daga í Aberdeen í Maryland og 4 daga í Cherry Hills í New Jersey.. en 20.nóv þaðan keyrðum við til Baltimore.. í flug heim.

M I S S I O N    A C C O M P L I S H E D  ✔️

 


Denver CO, WY og MT 1-9.okt 2023

Ég hafði lent um miðnætti frá Bristol.. fór strax að sofa.. vaknaði síðan snemma til að pakka fyrir næstu ferð.. en við vorum keyrð í Kefl rétt eftir hádegið..

1.okt.. Við lentum eftir 8 tíma flug.. kl 19 að staðartíma í Denver, komumst fljótt og vel í gegnum eftirlitið, fengum bílinn og keyrðum um 110 mílur til Sterling.. ég hef sjaldan átt eins erfitt með að halda mér vakandi á keyrslunni..

2.okt.. Við kíktum í búðir í dag, ég sótti númerið fyrir næstu hlaup.. það var hlýtt úti, smá vindur og síðdegis komu nokkrir dropar..

3.okt.. 
Við lögðum af stað um 7 am.. enda 336 mílur (552 km) til Sundance WY.. Leiðin lá að mestu um sveitir, þar sem steikurnar voru á beit báðum megin við veginn.. Fengum rigningu á stöku stað, á köflum eða í grennd!!!Stoppuðum 2 - 3svar sinnum á leiðinni.. Maraþon hér á morgun.

4.okt.. Maraþon í Sundance WY.. hæð yfir sjávarmáli var yfir 1500m.. nánar um það á hinu blogginu... 

5.okt.. Okkar næst-elsta á afmæli í dag.. og hún hefur fengið kveðju frá okkur gömlu... Ég svaf óvenju lengi.. Hvílíkur lúxus að þurfa ekki að keyra langt eftir maraþon.. eða vakna um miðja nótt til að fara strax í annað.. ég á frí í 2 daga.. Það var stutt keyrsla í dag frá Sundance WY til Belle Fourche SD.. með viðkomu í Spearfish.. Við heimsóttum Center of the Nation miðstöðina og stóðum á landfræðilegri miðju USA í þriðja sinn á ævinni.. 

6.okt.. Ingvar bróðir hefði orðið sjötugur í dag, blessuð sé minning hans.. Við lögðum af stað um kl 7 frá Belle Fourche.. þá var 3ja stiga FROST.. ekki eftir neinu að bíða.. og við erum hvort sem er alltaf á kolvitlausum tíma.. ég keyrði í norður, út úr Suður Dakota, yfir horn af Wyoming og inn í Montana.. það var 3ja tíma keyrsla til Baker.. við stoppuðum lítið á leiðinni.. Steikur á beit á miklum sléttum og dádýr innan um.

Við hefðum getað tekið krók til Rapid City og kíkt á forsetana í fjallinu og Crazy horse.. en við höfum komið þangað 3svar.. það voru myndir af þeim á hótelinu.. eða tekið krók í hina áttina til Devils Tower en við höfum líka verið þar áður.. það er aldrei að vita hvað við gerum á leiðinni til Denver á sunnudag..

7.okt.. MARAÞON Í BAKER MONTANA Í DAG.. Hæð yfir sjávarmáli 1000m, nánar um það á hlaupa-blogginu. Montana ✔️ 1 fylki eftir í 3ja hring um USA..

8.okt.. 
Við vöknuðum snemma og lögðum að stað til Denver kl 6:30.. enda 585 mílur þangað.. með útúrdúrum 610 mílur..(1000 km).. Á svona langri keyrslu er nauðsynlegt að stoppa öðru hverju.. taka myndir, teygja úr sér og borða.. dagurinn var sólríkur, nautasteikur og bambar á beit.. Devils Tower var á sínum stað.. Walmart og Golden Corrall.
Þegar við komum á hótelið fannst pöntunin ekki.. svo ég varð að hafa samband við Hotels.com það tók smá stund en þessu var kippt í liðinn..

9.okt.. Heimferðardagur.. við ákváðum að heimsækja Red Rocks Amphitheater einu sinni enn, það er alltaf jafn ólýsanlegt að koma þangað.. Síðan skiluðum við bílnum.. ég hafði keyrt 1.354 mílur eða 2.223 km.. Flug heim frá Denver er alltaf tiltölulega snemma að deginum.. og næturflug heim..

Kórferð til Bristol 27-30.sept 2023

Mig hafði langað að fara í þessa ferð, en hélt ég kæmist ekki.. en svo kom lausnin upp í hendurnar á mér.. ég fór heim einum degi fyrr, svo ég kæmist il USA 1.okt..

Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í kórferð og aðeins í 3ja sinn á æfinni sem ég fer í hópferð.. Flugið var eldsnemma.. Við lentum á London Heathrow um hádegið, síðan tók við um 2ja tíma keyrsla til Bristol. Við tékkuðum okkur inn á The Grand.. Við Auður vorum saman í herbergi.. við fórum saman út að borða og sofnuðum snemma.. enda vöknuðum við um miðja nótt fyrir flugið..

28.sept.. Það var klst keyrsla til Cardiff höfuðborgar Wales.. en þar byrjuðum við á að finna kirkju til að kanna hljómburðinn þar.. Síðan splittaðist hópurinn í hinar ýmsu verslanir, kastala og fleira.. kl 17 var keyrt til baka, nú er að finna sér matsölustað.. Við Auður fórum með verslunina á hótelið, borðuðum á Diner.. og fengum okkur þennan flotta eftirrétt... 

29.sept.. Í dag var frjáls dagur.. Fann ekkert sem mig langaði í í Primark.. ráfaði um í einhverja klst.. kíkti á John Vesley, sem ég man eftir að hafa lesið um í guðfræðinni..
Við Auður fengum okkur snarl og fórum í St John.. The church on the wall.. en um kvöldið héldum við tónleika kl 19:30 í St Albans kirkju.. þeir tókust mjög vel og ágætis aðsókn.. við sungum síðan síðasta lagið með kór kirkjunnar.. 

30sept.. Í dag er heimferðardagur hjá mér.. Það tók mig 2 mín að pakka.. ég var búin að sigta út að taka lest Bristol - Heatrow kl 14.. en af því að það er sama hvar maður hangir.. þá rölti ég af stað kl 12.. Með útúrdúrum var ég ca hálftíma að ganga á lestarstöðina með töskuna í eftirdragi.. þar uppgötvaði ég að það var helmingi ódýrara að kaupa miðann á netinu.. svo ég gerði það..
Lestarstöðin og lestin hafa gestanet.. svo ég hélt mig vera í góðum málum..

Ferðin á flugvöllinn tók óvænta stefnu.. bara gaman að þessu eftir á, af því að ég hafði nógan tíma.. Ég sem sagt setti í leit að kaupa lestarmiða frá Bristol til Heathrow.. og kaupi hann á netinu á lestarstöðinni.. Síðan sýni ég verðinum miðann í símanum svo ég komist í gegnum hliðið og hún vísar mér á brautarpall 15.. 13:30 lestin (express) kom fljótlega og ég um borð.. Eftir um tveggja tíma ferð enda ég á Paddington station.. sem er endastöð..
Já, ég tala strax við starfsmann að mér hafi verið bent á rangan brautarpall.. mér er bent á að fara á næsta pall.. þar muni næsta lest koma og fara til Heathrow.. starfsmanninum þar fannst farið grunsamlega ódýrt.. og vildi skoða miðann betur.. þá hafði ég keypt miða í rútu.. Góðan daginn.. Þá tók ég Elizabeth Line.. borgarlínuna áfram.. já mín var bara búin að svindla sér með hraðlestinni..

Flugið heim var kl 22:30 og ég lenti um miðnætti heima..

Erie Pennsylvanía 7-11.sept 2023

Ég fór ein út, enda skreppiferð í eitt maraþon og mikil keyrsla fram og til baka.. Ég flaug til Baltimore MD og gisti í útjaðri borgarinnar.. Daginn eftir keyrði ég til Erie en það var 6 tíma keyrsla.. Erie stendur við sama vatn og Niagara fossarnir renna úr.. Hinu megin við vatnið sást til Kanada..

9.sept.. Ég sótti gögnin og ég fann að ég var að fyllast af kvefi..
10.sept.. skrifaði ég á facebook: Erie Marathon PA, í dag. Ég vaknaði kl 3:30.. og lagði af stað 2 tímum seinna, það voru 15 mílur á startið. Bílaröðin inn á bílastæðið var ekkert grín, ég var farin að halda að ég næði ekki hlaupinu.. enda um mílu ganga á startið og eftir að taka "síðasta piss".. þ.e. klósettröðina..

Hlaupið var á lítilli eyju í sama vatni og Niagara fossarnir renna úr.. brautin var 2 hringir.. Ég get ekki sagt að hún hafi verið spennandi, hlaupið eftir veginum og stór tré báðum megin hálfa leiðina.. Þegar ég fór seinni hringinn var búið að hreinsa allt í burtu, bæði drykkjarstöðvar og mílumerki.. en þjónustulundin var dásamleg, reglulega var spurt hvort mig vantaði eitthvað.. ískalt kók, vatn eða eitthvað að borða..Í mark komst ég, og fékk síðan far á bílastæðið..
Takk Jesús ❤️❤️❤️
Pennsylvania ✔️
3 fylki eftir í 3ja hring um USA ✔️

Daginn eftir keyrði ég aftur til Baltimore.. 408 mílur eða 670 km.. og flaug heim um kvöldið.. Sannkölluð maraþon hraðferð.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband