Leita í fréttum mbl.is

Verður þú í brúðkaupsveislunni ? - Matt. 25.kafli

Dæmisögur Jesú voru til að vekja fólk til umhugsunar um hvort það væri í raun tilbúið til inngöngu í ríki Guðs. Jesús notar oft brúðkaup sem myndlíkingu. Hann er brúðguminn og við erum gestirnir. Líkt og við gerum þegar við bjóðum til veislu, þá býður hann bara þeim sem þekkja hann... Það borgar sig að þekkja Jesú.
Ræninginn á krossinum frelsaðist á síðustu stundu, en þegar stundin er komin þá er of seint að ætla sér að afla sér upplýsinga... eða kaupa olíu á lampann eins og dæmisagan segir (1-13).

Næsta dæmisaga fjallar um talentur... sem bæði merkja peninga og hæfileika eða gáfur. Guð ætlast ekki til þess að við séum öll prófessorar, en við eigum að miðla eftir þeirri þekkingu sem við höfum. Það gerir engum gagn, ef þekking okkar deyr með okkur... og Guð gefur eftir hæfni (15v).

-31- Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu.
-32- Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum, og hann mun skilja hvern frá öðrum, eins og hirðir skilur sauði frá höfrum.
-33- Sauðunum skipar hann sér til hægri handar, en höfrunum til vinstri.
-34- Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: Komið þér, hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið frá grundvöllun heims.
-41- Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans.
-46- Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs.

Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér... sagði Jesús (Jóh.10:27), það skiptir öllu máli að kynnast Jesú nógu snemma, því enginn veit hvenær kallið kemur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband