Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Þeir eru ekki í lagi!

Ekki í fyrsta sinn sem Bretarnir sýna okkur yfirgengilega frekju.  Þeir ætlast til að allir aðrir sitji og standi eins og þeim þóknast... og það er ekki í fyrsta sinn í heimssögunni.  Þeir klufu sig út úr kirkjunni, stofnuðu Ensku Biskupakirkjuna á sínum tíma... og þegar við, Íslendingar létum prenta Biblíuna fyrir okkur í denn ,,kúguðu" þeir okkur til að sleppa Apókrýfu ritunum úr Biblíunni... en án þeirra fengum við Biblíuna hræódýra.

BiblíanÞau rit sem eru kölluð Apókrýfur... sem er dregið af gríska orðinu Apókrýfa ,,að hylja"... eru þau rit sem voru í grísku þýðingu Gt (LXX frá 2.öld f.Kr.)... en voru ekki í hinum hebresku ritum Gyðinga. Marteinn Lúther hafði Apókrýfubækurnar aftast í Gt.  Ritin voru upphaflega flest skrifuð á hebresku.

Apókrýfubækurnar voru í Guðbrandsbiblíu 1584 og Biblíunum sem voru gefnar út 1644, 1734, 1747 en ekki í þeim útgáfum sem Breska biblíufélagið kostaði frá 1813. Voru Apókrýfubækurnar síðast hluti af Íslensku Biblíunni árið 1859 (Reykjavíkurbiblíunni).
Apókrýfubækurnar komu út í sérútgáfu 1931 og aftur 1994 og í nýjustu útgáfu Biblíunnar 2007 er þær aftur komnar aftast í Gamla testamentið. (námsefni frá GAJ)

Það er spurning hvort þetta pirri tjallann... nú er síðasta vígið fallið... þeir kúga okkur ekki lengur.


mbl.is Landsbanki í slæmum félagsskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendið erlendan glæpalýð heim til sín

Ég er ansi hrædd um að þetta sé bara forsmekkurinn. Um leið og atvinna dregst saman aukast afbrot þeirra sem komu kanski upphaflega til að vinna... en sumir komu í þeim tilgangi að lifa á afbrotum.
Það eina sem við getum gert úr því að við galopnuðum landið... er að herða aftur reglur við komu til landsins, senda fólk til baka sem er vegabréfslaust og senda þá til baka sem brjóta af sér hérna. Þá eru meiri líkur á að þeir sem koma í heiðarlegum tilgangi fái að vera í friði.
mbl.is Fjórir í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamborgarar

hamborgariVið erum amk búin að borða hamborgara í þeim 29 fylkjum Bandaríkjanna sem ég hef hlaupið í og við höfum ferðast í gegnum fleiri. Og trúið mér McDonald eru þeir allra verstu... við skiljum ekki hvernig fólk hefur lyst á þessari gúmímottu sem er á að heita hamborgari hjá þeim.
Burger King er ágætur, líka Jack in The Box og Carl´s Jr. en allra, allra, allra langbestu hamborgararnir eru hér.... http://www.in-n-out.com


mbl.is Sjö kílóa hamborgari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

María Mist 7 ára

María MistHeart Heart Heart Heart Heart Heart Heart

María Mist er 7 ára í dag 20.okt. María Mist er yngsta dóttir Árnýjar og býr upp á þriðju hæð á Burknavöllunum.

pakki

Innilega til hamingju með afmælið, við erum búin að kaupa afmælisgjöf handa þér... Óskum þér alls hins besta í dag og vonum að þú eigir skemmtilegan afmælisdag.

Hafdís systir á líka afmæli..... er FootinMouth ára.... Til hamingju með daginn systir...


Enn í Wichita

Við höfum það eins og blóm í eggi á þessu frábæra hóteli. Við erum á þriðju hæð og engin lyfta... en það skiptir ekki máli... þó ég hafi hlaupið 2 maraþon um helgina finn ég ekkert fyrir stigunum.  Við höfum ákveðið að vera amk 2 nætur í viðbót. 

Super 8, Wichita/West/Airport
6245 West Kellogg, Wichita, KS 67209 US,
Phone: 316-945-5261   Room 315

Jonna og Bragi.... við hringjum í kvöld til ykkar  Kissing


Er Guð við stjórn?

Það var ekki fyrr en ég kynntist ,,sértrúarsöfnuði" sem ég heyrði fyrst að fólk sagði að annað fólk(sem söfnuðurinn taldi vantrúaða) kenndi Guði um allar hörmungar heimsins. Á meðan ég lifði og hrærðist innan um þessa ,,vantrúuðu" hafði ég aldrei heyrt þetta. SKRÝTIÐ.

Eftir að hafa lesið um ótrúlegustu hluti í Biblíunni sé ég að heimurinn hefur alltaf verið svona... það eru bæði vond og góð öfl í heiminum. Þó Guð hafi skapað heiminn - þá gaf hann okkur frjálsan vilja og þessi vilji er ekki alltaf góður...ÞVÍ MIÐUR.  Eiginhagsmunir og valdagræðgi komast oft lengst og troða á flestum þegar hún er framkvæmd í nafni trúar. Guð getur ekki verið við stjórn og gefið okkur frjálst val um leið... ef hann stjórnar - er ekkert val.

Þó einhver fylgi ákveðinni trúarhefð eða hópi - þýðir það ekki að sá hinn sami geri allt rétt. Enginn gerir allt rétt - samt segir Jesús að hann eigi fólk ... eins og hann orðar það ... í öðrum sauðabyrgjum.

Jóh 10:16
Ég á líka aðra sauði, sem eru ekki úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, þeir munu heyra raust mína. Og það verður ein hjörð, einn hirðir.

Ef allir trúarhópar gera eitthvað rangt, þá hlýtur eitthvað eitt að sameina þá sem Guðsfólk...
Matt 5:8 segir: Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá...  


mbl.is Máli gegn guði almáttugum var vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin til Wichita í Kansas

Super 8, Wichita/West/Airport
6245 West Kellogg, Wichita, KS 67209 US,
Phone: 316-945-5261   Room 315


Var hann á matseðlinum? :(

Oj... þetta tekur út yfir allt... EKKI FERÐAST TIL BRETLANDS... Nú er ekki hægt að treysta því lengur að steikin... sé af dýri, þó dýr sé... Nú verður tippexað yfir Bretland á landabréfunum.
mbl.is Myrti og át unnustann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Vissulega er þetta sorglegt, en svona er þetta alltaf.  Það sem einn gerir - kemur niður á öðrum sem er alsaklaus af ástandinu. Þetta er nýtt fyrir okkur að vera litin hornauga, við erum svo vön því að vera viðurkennd.
Annars finnum við ekkert fyrir ,,hornauganu" á ferð okkar núna um Bandaríkin.  Mér finnst fólk fremur reyna að líta raunsætt á málin og standa saman... Það er greinilega annað upp á teningnum í Evrópu.


mbl.is Úthýst vegna þjóðernis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinir okkar!

Við vorum víst búin að fá á annað hundrað stuðningsyfirlýsingar... en stuðningsyfirlýsing þýðir alls ekki öruggt atkvæði... það þýðir aðeins stuðningur til framboðs.  Það er spurning hvort þessi höfnun - sé ekki bara merki um vináttu... Hefðum við haft efni á að vera í ráðinu? Er okkar fé ekki betur varið í að byggja upp hér heima?
mbl.is Ísland náði ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband