Leita í fréttum mbl.is

Þeir eru ekki í lagi!

Ekki í fyrsta sinn sem Bretarnir sýna okkur yfirgengilega frekju.  Þeir ætlast til að allir aðrir sitji og standi eins og þeim þóknast... og það er ekki í fyrsta sinn í heimssögunni.  Þeir klufu sig út úr kirkjunni, stofnuðu Ensku Biskupakirkjuna á sínum tíma... og þegar við, Íslendingar létum prenta Biblíuna fyrir okkur í denn ,,kúguðu" þeir okkur til að sleppa Apókrýfu ritunum úr Biblíunni... en án þeirra fengum við Biblíuna hræódýra.

BiblíanÞau rit sem eru kölluð Apókrýfur... sem er dregið af gríska orðinu Apókrýfa ,,að hylja"... eru þau rit sem voru í grísku þýðingu Gt (LXX frá 2.öld f.Kr.)... en voru ekki í hinum hebresku ritum Gyðinga. Marteinn Lúther hafði Apókrýfubækurnar aftast í Gt.  Ritin voru upphaflega flest skrifuð á hebresku.

Apókrýfubækurnar voru í Guðbrandsbiblíu 1584 og Biblíunum sem voru gefnar út 1644, 1734, 1747 en ekki í þeim útgáfum sem Breska biblíufélagið kostaði frá 1813. Voru Apókrýfubækurnar síðast hluti af Íslensku Biblíunni árið 1859 (Reykjavíkurbiblíunni).
Apókrýfubækurnar komu út í sérútgáfu 1931 og aftur 1994 og í nýjustu útgáfu Biblíunnar 2007 er þær aftur komnar aftast í Gamla testamentið. (námsefni frá GAJ)

Það er spurning hvort þetta pirri tjallann... nú er síðasta vígið fallið... þeir kúga okkur ekki lengur.


mbl.is Landsbanki í slæmum félagsskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband