Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Mason City, Iowa

Kamrar Iowa 24.10.2008Við keyrðum í ausandi rigningu á köflum... eða í grennd, til Mason City.  Stundum rekumst við á skrítin bæjarnöfn.  Á leiðinni keyrðum við fram hjá Kömrum... 
8 mílur þangað... eins gott að geta haldið í sér.

Það er að síga í endirinn á ferðinni. Mason City er síðasta stoppustöðin áður en við höldum til Minneapolis og heim aftur.

Kóngur og drottning 24.10.2008 Við verðum hér í 2 nætur... eða fram á sunnudag.

Super 8, Mason City
3010 4th Street SW, Mason City, IA 50401 US
Phone: 641-423-8855, Room 322


Ekki spurning að við eigum að lögsækja Breta

Hvílík frekja og yfirgangur. Það er ekki spurning að við eigum að lögsækja Bretana fyrir þessa óréttlátu framkomu í okkar garð. Það er greinilegt að hjá ,,þeim Brúna og Elskunni hans" er nú hafið kapphlaup við tímann til að líta sem best út í augum almennings.

Eins og við vitum og sjáum á fótboltabullum Breta - þá eru þeir vandræðalýður... sem mörg lönd vilja ekki sjá að fá í heimsókn. Hvar sem þeir koma er slóð eyðileggingar eftir þá... eins og eftir skordýrafaraldur.  Hugsið ykkur... eldri menn hata okkur enn síðan að þorskastríðið var og það hlakkar í þeim núna. Lögsækjum þá og þegar niðurstaða er fengin - slítum öllu sambandi við þá.
mbl.is Bretar selja eignir Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mórallinn á erfiðum tímum...

Mér finnst ég sjá það á blogginu að fólk er að skotra augunum í allar áttir... til að finna eitthvað miður um náungann. Hvernig hefur þessi efni á þessu flotta húsi... efni á að ferðast... hvernig hefur þessi efni á að vera á rándýrum jeppa... hvernig hefur þessi efni á þessum flottu fötum og svo framv. 

Allar þessar framhliðar geta verið blöff... það getur verið að manneskjan eigi varla fötin utan á sig - allt í þvílíkri SKULD. 
Þeim sem keypti jeppann svíður nú skuldin, fyrir utan að hann er rándýr í rekstri, húsið er minna virði en skuldin á því... og það versta er að það hleðst sífellt utaná... Sá sem virðist ríkur - getur verið bláfátækur.

Ég held útlitið segi ekkert til um ástand mála hjá hverjum og einum... en nú er nauðsynlegra en nokkurn tíma að standa saman svo við komumst í gegnum þetta.


Liberty, Missouri

Keyrðum frá Wichita til Liberty rétt norðan við Kansas City, Missouri. Erum ca hálfnuð á leiðinni til Mason City, Iowa. Verðum eina nótt hérna.

Super 8,  Liberty NE Kansas City Area
115 N Stewart Rd.  Liberty, MO 64068-1052 US
Phone: 816-781-9400    Room 108


Frábært að vera hérna

Verðum eina nótt enn í Wichita, en á morgun höldum við áfram, keyrum áleiðis til Mason City í Iowa.

Super 8, Wichita/West/Airport
6245 West Kellogg, Wichita, KS 67209 US,
Phone: 316-945-5261   Room 315


Stjórntæki til kúgunar...

Ég tók þetta að hluta til úr ritgerð sem ég skrifaði í ,,Siðfræði stríðs og friðar” þar sem við lásum m.a. bók Kimballs, When Religinon Become Evil.   

Ekkert samfélag í heiminum er án trúar á æðri mátt.  Trúarbrögð heimsins eiga það sameiginlegt að leitast við að draga fram það göfuga í manninum og flest þeirra stóru, eiga og nota helgirit til leiðbeiningar, uppbyggingar sálarinnar þ.e. á jákvæðan hátt, en einnig á neikvæðan hátt, sem stjórntæki til kúgunar. 

Bók Kimballs When Religion Becomes Evil fjallar um fimm viðvörunarmerki um spillingu innan trúarbragða. Ég er sammála Kimball þegar hann segir að trúin sé öflugasti krafturinn í samfélagi manna en einnig sá kraftur sem oftast tengist átökum.   Hann teflir fram fimm hættumerkjum um spillingu og tengir það við Islam....


Þó kristnir og múslimar eigi margt sameiginlegt, rekji sig til sömu ættfeðra Biblíunnar, dýrki sama Guð, bíði dómsdags og trúi á eilíft líf í Paradís, þá er trúariðkunin og trúarhitinn gerólíkur.  Þar sem trúfrelsi ríkir getur fólk valið sér átrúnað án þess að það hafi áhrif á veru þess í samfélaginu og þjónustu innan þess, en annars staðar er fólk neytt til ákveðins átrúnaðar á einn eða annan hátt.  Fyrir múslima, er trúin ekki aðeins trú á hinn eina sanna Guð, heldur lífstíll.  Guð er miðja alls og trúarleiðtogarnir valdamiklir í stjórnun samfélagsins.
 Menningarlegt og kerfislægt ofbeldi skapar ófrið innan samfélagsins, sem verður síðan að halda í skefjum með beinu ofbeldi af stjórnvöldum. 

Innan Islam sér Kimball öll fimm viðvörunarmerkin um spillingu og kúgun með andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þar er krafist,
1) skilyrðislauss trúnaðar
2) blindrar hlýðni
3) þar er beðið hins rétta tíma
4) þar helgar tilgangurinn meðalið og
5) þeir lýsa yfir heilögu stríði. 
 
Oftast setjum við kúgun í sambandi við trú en nú er spurning hvort þetta eigi ekki við í dag varðandi fjármál heimsins... þar sem eitt ríki kúgar annað. 


Hvernig lítur dæmið út ef við skiptum út nokkrum áhrifamiklum orðum.
Öll lönd hafa stjórnir (trú) og stjórnarskrá (trúarrit)... stjórnin gefur út yfirlýsingar, á réttum tíma... sem lýðurinn þarf að treysta að séu réttar... rangar upplýsingar eru gefnar til að stjórna skoðun þeirra... og til að öðlast hylli almúgans þá lýsa þeir yfir ,,stríði” með hryðjuverkalögum... 


Það mætti svo bæta við... 6) birtast síðan sem bjargvættir... svo allur heimurinn sjái hver sé nú hver sé góði gæjinn...    


mbl.is Ekkert gefið upp um gang viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úlfar í sauðagæru...

Ég vona að íslenska ríkisstjórnin bíti ekki á agnið. Þvílíkur aumingjaskapur hjá þeim sem átti að vera ,,vinaþjóð okkar"...  að hnésetja okkur, útmála okkur sem aumingja, setja á okkur hryðjuverkalög... og til að kóróna allt þykjast þeir ætla bjarga okkur með því að lána okkur peninga.

Sendum nefndina öfuga til baka, tippexum yfir Bretland á landakortum, hættum viðskiptum við þá, hættum að ferðast til Bretlands og hættum að kaupa breskar vörur. Enda höfum við ekkert að gera til Bretlands þegar Íslendingar eru reknir út úr verslunum þar vegna þjóðernis.
Maður hélt fyrst að það væri bara ,,Sá Brúni" sem væri að snapa atkvæði... en almenningur hefur innbyrt það með bjórnum undanfarið að við séum óvinir þeirra...


mbl.is 580 milljarða lán frá Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú.... ég hélt þeir ætluðu að fjölga í hópnum...

Skáti ávalt reiðubúinn... humm... verður þá væntanlega ekki lengur kjörorð breskra skáta eða hvað?  Þetta orð ,,kynlífsráðgjöf"... gæti vakið misskilning. Svona getur maður misskilið grein á fyrirsögninni einni.  Ég hélt fyrst að þeir teldu ,,kynlífsráðgjöf" einu vonina til að fjölga í hópnum.. en svo var greinin með þveröfugan tilgang... ,,ráðgjöfin" á að forvörn.
mbl.is Skátar fá kynlífsráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorkenni þeim...

Það verður nú að segjast sem er að þeim er vorkunn karla geyjunum... Þeir hafa algerlega misst tökin á okkur eins færslan hér að neðan sýnir... http://bryndissvavars.blog.is/blog/bryndissvavars/entry/681528/

Við náðum að halda rétti okkar í landhelgismálunum og erum búin að setja Apókrýfurnar inn aftur... VIÐ ERUM SJÁLFSTÆÐ...


mbl.is Bresk nefnd aftur til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver sagði hvað?

Ég var að blogga við færslu hjá Mofa (Handrit Nt) og datt í hug að setja hana sem sér færslu hjá mér. Það er alls gert lítið úr Biblíunni, þó við ræðum um hana... við eigum að fagna allri umræðu.

Vegna þess hve handritin voru mikið lesin, slitnuðu þau og þurfti að afrita þau... Menn vanvirtu ekki Guðsorð með því að henda gömlu ritunum heldur voru þau grafin í leirkrúsum... Þess vegna eiga fræðimenn tiltölulega auðvelt með að sjá breytingar á þeim. Það er því staðreynd að þau breyttust... og menn sjá fjölda viðbóta.

Mörg bréfanna í Nt eru talin samsett, Rómv.bréfið er talið vera 3 bréf, 2Kor líka og ég man ekki hver fleiri. Menn telja sig sjá skilin á umræðuefni og eins ef það koma kveðjur í miðju bréfi og fl. 
Þrátt fyrir þetta missir Biblían ekki gildi sitt fyrir kristinn mann.
Mofi segir að það verði að fara rétt með það sem Jesús segir...þar er ég hjartanlega sammála... en margir leggja Jesú orð í munn.

Ef ég slæ inn orðinu ,,kjöt" í biblíulykilinn (1981) er ekkert vers í guðspjöllunum sem inniheldur það orð. Við orðinu ,,svín" er ekkert samhengi við svínakjöt - heldur illu andana sem vildu fara í svínin og svínin í sögunni um týnda soninn.
Ég gat t.d. ekki fundið tilvitnun þar sem Jesús sagði að það mætti ekki borða svínakjöt... af því Mofi nefnir það í athugasemd fyrir ofan... en það má benda mér á hana. 

Nú er ég alls ekki að draga trú neins, við eigum að rannsaka ritninguna og ræða hana á vinsamlegum nótum, með kærleika til hvers annars í hjarta... Kissing þannig lærum við að skilja hana betur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband