Leita í fréttum mbl.is

Hann gaf þeim vald... Mark 6:7

-7- Og hann kallaði þá tólf til sín, tók að senda þá út, tvo og tvo, og gaf þeim vald yfir óhreinum öndum.

Í annað sinn segir Markús að Jesús kalli þá tólf til sín og hann gefi þeim vald yfir óhreinum öndum... aðeins yfir óhreinum öndum. Fyrri frásögnin er í 3:14-15.

Margar frásagnir eru af því er Jesús rekur út óhreina anda. Vandamálið hefur verið stórt fyrst það er fyrsta og eina valdið sem postularnir fengu í byrjun.
Maðurinn í gröfunum (5:2-9) hafði marga illa anda og var komið fyrir utan borgarinnar en fyrsti maðurinn sem Jesús rak illan anda úr í Markúsi, var í samkunduhúsi gyðinga (1:23).

Jesús notaði samlíkingu við hreingerningu á húsi og útrekstur illra anda er hann sagði að eftir að illur andi hefði verið rekinn út, húsið hefði verið sópað og prýtt og tómt, þyrfti að fylla það með góðu svo hið illa gæti ekki snúið aftur og hertekið húsið (Matt 12:43-45, Lúk 11:24-26).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband