Leita í fréttum mbl.is

Hvíld er nauðsynleg... Mark 2:27-28

-24- Farísearnir sögðu þá við hann: Lít á, hví gjöra þeir það, sem er ekki leyfilegt á hvíldardegi?
-27- Og hann [Jesús] sagði við þá [farísea]: Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins.
-28- Því er Mannssonurinn einnig herra hvíldardagsins.

Okkur er nauðsynlegt að hvílast. Hvíld getur verið margvísleg t.d. að ,,gera" það sem okkur finnst skemmtilegt en gyðingarnir voru komnir út í öfgar... á hvíldardegi mátti ekki lyfta hendi. Þess vegna fengu þeir einhvern heiðingja til að vinna þau verk fyrir sig á hvíldardegi... sem þeir máttu ekki gera sjálfir. Þessir heiðingjar gengu undir nafninu ,,Shabbes goy."

Hvíldardagurinn var gerður mannsins vegna, svo maðurinn gæti hvílst... og hvíldardagsboðorðið hefst ekki á ,,þú skalt" heldur ,,minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan."

Hvíldin á að vera þér helgur tími, tími til íhugunar og upplyftingar fyrir sálina í samfélagi við Guð en ekki kvöð um að sitja auðum höndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband