Leita í fréttum mbl.is

Hver sem eyru hefur hann heyri - Matt. 13.kafli

-1- Sama dag gekk Jesús að heiman og settist við vatnið.
-2- Svo mikill mannfjöldi safnaðist að honum, að hann varð að stíga í bát og sitja þar. En allt fólkið stóð á ströndinni.
-3- Hann talaði margt til þeirra í dæmisögum...

,,Sama dag" merkir að það var enn hvíldardagur, Það má segja að Jesús hafi haft mest að gera á hvíldardögum, en þá fór hann venjulega í samkomuhús gyðinga, hann læknaði, hann prédikaði undir berum himni og oft sagði hann fólkinu dæmisögur. Oft endaði hann frásagnir sínar á þessu orðatiltæki ,,Hver sem eyru hefur hann heyri"...
Þetta er vinsamleg ábending... Guð gaf þér eyru - hlustaðu á orð hans. Dæmisögur má túlka á margan hátt og þær má lesa inn í allar aðstæður... en hvers vegna dæmisögur ???

-12- Því að þeim, sem hefur, mun gefið verða, og hann mun hafa gnægð, en frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur.
-13- Þess vegna tala ég til þeirra í dæmisögum, að sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki né skilja.
-14- Á þeim rætist spádómur Jesaja: Með eyrum munuð þér heyra og alls ekki skilja, og sjáandi munuð þér horfa og ekkert sjá.
-15- Því að hjarta lýðs þessa er sljótt orðið, og illa heyra þeir með eyrum sínum, og augunum hafa þeir lokað, svo að þeir sjái ekki með augunum né heyri með eyrunum og skilji með hjartanu og snúi sér, og ég lækni þá.

Kærleikur Krists er svo mikill að hann neyðir engan til fylgis við sig, þeir sem vilja ekki sjá og skilja, geta gengið burt og ekki þóst hafa skilið söguna, þetta geta þeir gert með fullri reisn... Jesús gefur val... þeir sem velja að heyra og skilja munu hafa gnægð.
Dæmisögurnar segja að bæði kristnir og heiðnir munu lifa í samfélagi fram að uppskerutíð, við enda veraldar, eða þar til englarnir koma og skilja vonda menn frá réttlátum (49v.)

-52- Hann [Jesús] sagði við þá: Þannig er sérhver fræðimaður, sem orðinn er lærisveinn himnaríkis, líkur húsföður, sem ber fram nýtt og gamalt úr forðabúri sínu.
Menn þurftu að þekkja hin gömlu rit til að þekkja hvenær spádómar þeirra rættust, þekkja bæði hið nýja og hið gamla orð... og til þess þurfti vilja til að ,,heyra og skilja."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband