Leita í fréttum mbl.is

Drottinn hvíldardagsins - Matt. 12.kafli

-1- Um þessar mundir fór Jesús um sáðlönd á hvíldardegi. Lærisveinar hans kenndu hungurs og tóku að tína kornöx og eta.
-2- Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við hann: Lít á, lærisveinar þínir gjöra það, sem ekki er leyft að gjöra á hvíldardegi.
-3- Hann svaraði þeim: Hafið þér eigi lesið, hvað Davíð gjörði, þegar hann hungraði og menn hans?
-4- Hann fór inn í Guðs hús, og þeir átu skoðunarbrauðin, sem hvorki hann né menn hans og engir nema prestarnir máttu eta.
-5- Eða hafið þér ekki lesið í lögmálinu, að prestar vanhelga hvíldardaginn í musterinu á hvíldardögum, og eru þó án saka?
-6- En ég segi yður: Hér er meira en musterið.
-7-
Ef þér hefðuð skilið, hvað felst í orðunum: Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir, munduð þér ekki hafa sakfellt saklausa menn.
-8- Því að Mannssonurinn er herra hvíldardagsins.

Í annað sinn koma fyrir þessi orð Jesú: ,,Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir" (Matt 9:13). Menn áttu ekki sífellt að horfa á og bera saman afglöp sín við afglöp annarra - heldur áttu menn að líta í eigin barm... og reyna að bæta sig en ekki að fórna sífellt fyrir sömu syndirnar.
Fyrir faríseum var musterið það allrahelgasta á jörðinni, Jesús segist vera MEIRA en musterið og hann var herra hvíldardagsins. Gyðingaþjóðin var fjötruð í erfikenningum sínum og ákvæðum lögmálsins og farísearnir reyna að hanka Jesús á að brjóti lögmálið.

Margir vilja afsaka lækningar Jesú á hvíldardegi með því að kraftaverk hans hafi ekki verið ,,vinna"... en allt sem við gerum eru verk, ákveðin vinna, hvort sem við fáum greitt fyrir eða ekki. Lærisveinar Jesú hvorki föstuðu (Mark 2:20, Lúk 5:35) eða hvíldust á meðan hann starfaði, en hann tók það fram að þeir myndu gera það eftir að hann væri farinn.
Eitt af mörgum kraftaverkum Jesú, var að reka út illa anda og virðast margir hafa verið andsetnir á þeim dögum - skildi það vera líka í dag?

-28- En ef ég rek illu andana út með Guðs anda, þá er Guðs ríki þegar yfir yður komið.
-43- Þegar óhreinn andi fer út af manni, reikar hann um eyðihrjóstur og leitar hælis, en finnur ekki.
-44- Þá segir hann: Ég vil hverfa aftur í hús mitt, þaðan sem ég fór. Og er hann kemur og finnur það tómt, sópað og prýtt,
-45- fer hann og tekur með sér sjö aðra anda sér verri, og þeir fara inn og setjast þar að, og verður svo hlutur þess manns verri eftir en áður. Eins mun fara fyrir þessari vondu kynslóð.

Guðs ríki... þ.e. heilagur andi, tekur sér bólfestu í okkur ef við gefum við honum pláss í lífi okkar. Á sama hátt hlýtur fólk sem er andsetið - að gefast á vald hins illa með því að gefa því pláss í lífi sínu.
Okkur er lífsnauðsynlegt að fylla hjörtu okkar af kærleika Krists, svo ekkert tómarúm skapist þar sem nýtist hinum illu öflum heimsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband