Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menning og listir

17.júní - Þjóðhátíðarljóð

skrúðganga

Skrúðgangan um strætið líður
sýnist löng sem görn.
Hérna fer um flokkur fríður
fullorðnir og börn.

Börn í sínum betri fötum
brosa út að eyrum.
Labbað eftir löngum götum,
við litla fætur keyrum.

Að lokinni svo langri göngu
er löngunin svo stór,
foreldrarnir stand´í ströngu
að svara þessum kór.

Mamma, ó ég vil fá fána,
rellu, blöðru og trúð?
Pabbinn, byrjaður að blána
er sendur út í ,,búð".

Oftast borinn ofurliði
hann olbogast í slaginn.
Þvílíkt verð á þessum ,,friði"
á Þjóðhátíðardaginn.

Stympast hann við sölutjaldið
stöðug er þar þröng,
en villtu dýrin með allt valdið
verða núna svöng.

Upphófst aftur stríð og stappið
það stundarfriðinn tók
aftur varð að etja kappið
eftir pylsu og kók.

Að maturinn sé mannsins megin
þarf ekki að segja þeim.
Hvað þau hjónin verða fegin
að komast aftur heim.

EN LOKSINS laus úr suði og kvabbi
lyftist á þeim brún,
með rellu og blöðru flaggar pabbi
en börnin hlaupa um tún.

Ég setti þetta saman 1992 og sendi til Lesbókar Morgunblaðsins en fékk þá orðsendingu frá Gísla að það væri ekki nógu gott til að birta það. Mér fannst einmitt að það hefði verið sniðugt að teikna myndir með hverri stöku. Nú kemur þetta í fyrsta sinn fyrir almenningsjónir. 


Jesaja 40:8

Grasið visnar, blómin fölna en orð Guðs varir að eilífu.

Ég veit ekki hvað ég hef oft lesið eða hlustað á þetta vers og alltaf hefur merkingin ,,orð Guðs varir að eilífu" verið tengd fyrirmælum eða skilaboðum Guðs til okkar í gegnum Biblíuna.

Orðið ,,orð" er eins í eintölu og fleirtölu en sem fyrirmæli eða skilaboð verður versið að vera í fleirtölu - því ekki er eitthvað eitt orð, fyrirmæli eða skilaboð. Í frummálinu er ,,orð Guðs" í eintölu annars myndi versið vera ,,orð Guðs VARA að eilífu" ef orðið ,,orð" væri í fleirtölu. Að auki er ,,orð" þarna með ákv. greini og ætti að vera þýtt ,,orðið"

Jóh.1:1 Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. (2) Hann var í upphafi hjá Guði.

Orðið er Jesús og hann var upphaflega hjá Guði. Þess vegna fannst mér forvitnilegt að kanna notkun orðsins ,,orð" (í et m/ákv.gr.) í Gamla testamentinu.
Það birtist fyrst í 1.Mós 15:1... Eftir þessa atburði kom orð Drottins til Abrams í sýn:,, Óttast þú ekki, Abram, ég er skjöldur þinn, laun þín munu mjög mikil verða"
Orð Drottins kom aftur í sýn í 4 versi...

Hvernig getur ,,orð" komið í sýn... og hvers vegna talar Abram við ,,orð" í sýn... nema ,,orðið" sé Guð. Enda segir í 5.versi að ,,hann" sem getur ekki verið annar en ,,orðið" í sýninni, leiddi Abram út og sagði honum að telja stjörnurnar - svo margir yrðu niðjar hans.

Orð Guðs varir að eilífu - Drottinn er eilífur


Kjólamálið á Rúv

Ég verð nú að segja eins og er, að þegar Eva María og hin dúllan mættu á sviðið... þá datt yfir mig, hvíklíkir hörmungar kjólar sem þær voru í... Ég er sammála konunni sem kvartaði... Ég hef ekki séð ljótari kjóla á ævinni.

Sagittarius - bogamaðurinn

BogmaðurBogmaður: Þú átt ekki að hika við að segja þína meiningu, hver sem í hlut á. Reiknaðu með að þurfa að blanda þér í deilur.

Bíddu... las ég rétt - seldi faðirinn dóttur sína?

Er dæmið farið að snúast við... áður voru stúlkur verðlausar afurðir og baggi á foreldrunum vegna heimanmundarins sem foreldrarnir greiddu með dætrum sínum... skil ég það rétt að þær séu núna orðnar verðmiklar og þess vegna orðnar söluvara.
Greinin er að vísu frekar illa skrifuð, langar setningar sem er hægt að skilja á margan hátt... en ég skil greinina þannig að faðirinn hafi fengið borgað fyrir dóttur sína.
mbl.is Tólf ára stúlka hættir við skilnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef það væri ávísun á betri dagskrá...

... þá væri mér sama... mér finnst ekki horfandi á 80 % af íslensku efni... en það er greinilegt að við erum neydd til að borga fyrir það.
Ég vona að niðurskurðurinn verði amk til að menn fari að hugsa um hvort myndin myndi ná einhverju áhorfi í bíó... og hætti að leika sér í einhverju rugli - af því að þeir eru öryggir með kaupanda.

En sjónvarpið var sniðugt - að láta kvikmyndagerðamenn berjast fyrir sig , fyrir hærri fjárveitingu.


mbl.is Fordæmislaus niðurskurður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort eigum við að hlæja eða gráta?

Er aukin áfengisneysla samasemmerki fyrir auknar tekjur fyrir ríkissjóð. Skyldi Steingrímur fá miklar tekur af áfengissölunni í Eyjum???
Af fréttinni að dæma eru drykkjulætin ekki bara um helgar því það er talað um vikur - ekki helgar og 13.jan var miðvikudagur... Svo það er spurning hvort við eigum að fagna auknum tekjum fyrir Steingrím eða gráta yfir því að almenningur bruggi í stórum stíl til að skemmta sér ÓDÝRT í atvinnuleysinu.
mbl.is Kvartað undan drykkjulátum í heimahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Újé....

Ég breytti stundatöflunni minni í morgun, sagði ég við manninn þegar ég kom heim. Ó, ertu þá í fríi alla vikuna? spurði hann...

Haha... nei, það er nú ekki svo... en mánudagarnir styttast verulega.

Ég man þegar ég var með hlaðna stundatöflu, brjálaða dagskrá, lestur og verkefni í 2 ár í Hraðbraut. Alla virka daga var skóli frá 8-5 og ekkert gefið eftir... svo kom ég stolt heim úr HÍ eftir fyrsta daginn með stundatöflu sem var eins og slitið gatasigti... og maðurinn sagði: Kallarðu þetta að vera í skóla!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband