Leita í fréttum mbl.is

Jesaja 40:8

Grasið visnar, blómin fölna en orð Guðs varir að eilífu.

Ég veit ekki hvað ég hef oft lesið eða hlustað á þetta vers og alltaf hefur merkingin ,,orð Guðs varir að eilífu" verið tengd fyrirmælum eða skilaboðum Guðs til okkar í gegnum Biblíuna.

Orðið ,,orð" er eins í eintölu og fleirtölu en sem fyrirmæli eða skilaboð verður versið að vera í fleirtölu - því ekki er eitthvað eitt orð, fyrirmæli eða skilaboð. Í frummálinu er ,,orð Guðs" í eintölu annars myndi versið vera ,,orð Guðs VARA að eilífu" ef orðið ,,orð" væri í fleirtölu. Að auki er ,,orð" þarna með ákv. greini og ætti að vera þýtt ,,orðið"

Jóh.1:1 Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. (2) Hann var í upphafi hjá Guði.

Orðið er Jesús og hann var upphaflega hjá Guði. Þess vegna fannst mér forvitnilegt að kanna notkun orðsins ,,orð" (í et m/ákv.gr.) í Gamla testamentinu.
Það birtist fyrst í 1.Mós 15:1... Eftir þessa atburði kom orð Drottins til Abrams í sýn:,, Óttast þú ekki, Abram, ég er skjöldur þinn, laun þín munu mjög mikil verða"
Orð Drottins kom aftur í sýn í 4 versi...

Hvernig getur ,,orð" komið í sýn... og hvers vegna talar Abram við ,,orð" í sýn... nema ,,orðið" sé Guð. Enda segir í 5.versi að ,,hann" sem getur ekki verið annar en ,,orðið" í sýninni, leiddi Abram út og sagði honum að telja stjörnurnar - svo margir yrðu niðjar hans.

Orð Guðs varir að eilífu - Drottinn er eilífur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

‚דּבר‘ (í. orðið) má þýða á ýmsan máta en það hefur rosalega margar merkingar. Þar á meðal má finna merkingar sem eiga rætur að rekja til skipana og fyrirmæla.

Einnig er nokkuð létt fyrir orð að koma í ‚sýn‘ (sbr. 1.Mós 15:1). Þarna er um að ræða ‚מחזה‘, komið frá ‚חזה‘ sem þýðir meðal annars ‚að skynja‘ þ.e. merkingin gæti verið að hann sé að skynja fyrirmælin. Íslenska orðið ‚sýn‘ er ruglandi í þessu samhengi þar sem það ýjar að því að hann hafi í raun séð Jahve með sínum eigin augum.

Svavar Kjarrval (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 17:41

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Takk fyrir þetta, samkvæmt næstu versum talaði og leiddi ,,orðið/sýnin" Abram út og sagði honum að telja stjörnurnar... Abram átti orðaskipti við Drottinn Guð eins og hann væri viðstaddur.

Bryndís Svavarsdóttir, 28.5.2010 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband