Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Hrauntungu-Reykja-Stórhöfða ganga

Þetta var svolítið áttavillt í dag  Pinch

Þar sem ,,Gengið" var ekki skráð til göngu í dag, fór ég með Ferðatékkanum (Berghildi) í gönguferð.... eða það má segja að við gengum í dag í hálfgerðum ratleik... sem hét leitin að Hrauntungustígnum.
Þjónustufulltrúinn keyrði okkur áleiðis að Djúpavatni.... að skiltinu þar sem stendur Hrútagjá. Þaðan ætluðum við að ramba á Hrauntungustíginn....

Sem betur fer kom ég ekki með ratleikskort Hafnarfjarðar... því Berghildur var með 2 kort sem voru ekki sammála um leiðina sem við ættum að fara. Það hefði ekki verið á það bætandi að vera með 3ja kortið og ekkert eins.

Eftir að hafa gengið í áttina að Keili....að Hrútagjánni og tekið síðan stefnu á Hafnarfjörð... komum við inn á Reykjaveginn, sem er gul stika með bláum kolli. Næst sáum við Stórhöfða-stiku sem var appelsínugul, merkt STÓRH.19 og ákváðum að elta hana yfir hraunið niður í Hafnarfjörð... Því samkvæmt kortunum hefðum við átt að vera búnar að rekast á Hrauntungustíginn.

Við vorum í vandræðum.... það var svo mikið af berjum á leiðinni.  En eftir nokkurra klukkustunda göngu komum við niður að vegamótum Krísuvíkur- og Bláfjallavegar... og þar skar vegurinn gönguleiðina..... og stikurnar hurfu....

Sem betur fer hringdi þjónustufulltrúinn nákvæmlega þarna.... og við orðnar vissar um að leiðin væri ekki stikuð lengur...  hann bauð okkur að láta þyrluna sækja okkur eða skutlast sjálfur eftir okkur og við þáðum það.... klukkan var orðin sjö.

Þetta var orðið ágætt, þó aldrei fyndum við Hrauntungustíginn gengum við sennilega um 12 km.


Leggjabrjótur

Wink

Þjónustufulltrúi og bankastjóri ,,Gengisins" er búinn að spá góðu gönguveðri bæði á föstudag og laugardag.... því er tilvalið að allir gjaldmiðlarnir láti gengisskrá sig... á Leggjabrjót.

Ganga.is gefur þessar upplýsingar:
Leiðarlýsing:  Gömul leið út Botnsdal til Svartagils, þ.e. frá Hvalfirði til Þingvalla. Leiðin er víða mörkuð vörðubrotum.

Göngutími í klst: 5-6
Lengd í km.: um 15 km
Merkingar: Ómerkt
Vörður: Vörðubrot víða
Upphafsstaður: Brynjudalur

Dollarinn er gjaldgengur báða dagana en hvað með ykkur ? 


Frábær helgi

Fjölskylduferð á Snæfellsnes 1-4 ág.2008      Grin Grin Grin

Föstudagur 1. ágúst
Veðurspáin fyrir helgina var svo frábær að það var ekki hægt annað en að fara út úr bænum.
Við hjónin höfum bara einu sinni áður verið í burtu yfir verslunarmannahelgi... og það var alveg óvart, því þá við fengum úthlutað bústað í Húsafelli.

Fjölskylduferð á Snæfellsnes 1-4 ág.2008Nú var stefnan tekin á Snæfellsnes. Nánari staðsetning var tekin á staðnum og enduðum við á tjaldsvæðinu á Arnarstapa. Þar var fullt af fjölskyldufólki.

Fjölskylduferð á Snæfellsnes 1-4 ág.2008 Helga og Týri voru með Viking fellihýsi, Harpa og Óli, Lovísa og Gunni og við vorum í tjöldum. Þetta var talsverður hópur 8 fullorðnir, 6 börn....  Bryndís Líf, Tinna Sól, Ástþór, Ísak Lúther, Adam Dagur og Gabríel Natan og 2 hundar Venus og Míla... voru með í ferðinni. 

Við tjölduðum og komum okkur fyrir, skoðuðum höfnina, mannlífið og dýralífið og grilluðum.... síðan fengum við okkur göngutúr að steinhrúgunni ,,Bárði Snæfellsás" og pósuðum þar fyrir framan....
Je minn, komst ljósmyndarinn í bjórinn !

Fjölskylduferð á Snæfellsnes 1-4 ág.2008 Við gengum með sjónum og sáum hvernig hafið hefur étið bergið, gert hella, göt í klettana og klippt út stuðlaberg.

Nærri höfninni var sjoppa, þar sem krakkarnir komust í snertingu við heimalninga, kanínur og hænur.... og voru óþreytandi að hoppa á gleðibumbunni.

Laugardagur 2. ágúst
Við gengum frá Arnarstapa til Hellna og aftur til baka. Þessi gönguleið var hæfilega löng fyrir krakkana.... skemmtileg leið meðfram sjónum. Lúlli komst varla áfram, það voru svo stór ber meðfram göngustígnum. Eins og alltaf, var nestið ómissandi....
,,Gengið" brennir sig ekki á því tvisvar að verða nestislaust.

Fjölskylduferð á Snæfellsnes 1-4 ág.2008

Í fjörunni við Hellna voru stuðlabergið og hraunmyndanirnar svo flottar að við urðum ,,náttúrulegar fyrirsætur"

Við gengum til baka fengum okkur að borða og keyrðum að Rauðfellsgjá, þar sem annað ævintýri hófst. Slóðinn upp að gjánni er merktur en frá veginum sýnist þetta ekki vera neitt merkilegt.

 Fjölskylduferð á Snæfellsnes 1-4 ág.2008    Fjölskylduferð á Snæfellsnes 1-4 ág.2008

Fjölskylduferð á Snæfellsnes 1-4 ág.2008 Þegar inn kom þurftum við að stikla á steinum, klifra upp litla fossa og hálf vaða. Gabríel var yngstur í gjánni, en Míla var hræddust.

Ég fór ekki lengra en að kaðlinum, en Lovísa, Gunni, Bryndís Líf og Óli fóru upp kaðalinn.... en þar fyrir ofan var hár foss... lengra var ekki hægt að fara.
Þarna er Lovísa að fara niður kaðalinn.

Fjölskylduferð á Snæfellsnes 1-4 ág.2008 Eftir ævintýrið í gjánni fórum við í Sönghelli..... og tókum lagið... auðvitað.

Við vorum ekki með nein ljós, nema á myndavélunum.
Inni í hellinum var stallur sem krökkunum var stillt upp á og teknar myndir.

Fjölskylduferð á Snæfellsnes 1-4 ág.2008 Um kvöldið, eftir æðislegan dag í miklum ævintýrum, var grillað enda allar hetjurnar orðnar glorhungraðar.

Fjölskylduferð á Snæfellsnes 1-4 ág.2008 Sunnudagur 3. ágúst
Sumir voru þreyttir, sumir vildu leika sér, aðrir vildu slappa af og Lúlla fannst of langt að ganga meðfram sjónum út í Djúpalón. 
Á meðan allir voru að hugsa málið, ákváðum við Ástþór að vera umfram-hetjur... og ganga á Stapafellið. það gnæfir yfir Arnarstapa.
Og það er ekki spurning, hann verður tekinn í ,,Gengið" sem smámynt af einhverju tagi. 

Fjallið var svo laust að við vissum ekki hvað héldi hrúgunni saman... ég tók eitt skref áfram og rann þrjú aftur á bak... en upp í klettabeltið fórum við.... og þar urðum við að halda okkur fast í kexið og vatnið.... rokið var svo mikið.
Fjölskylduferð á Snæfellsnes 1-4 ág.2008Í bakaleiðinni skoðuðum við Sönghelli betur og öll hin götin sem gátu verið leynihellar...

Síðan keyrðum við í Djúpalón og kepptumst við að safna okkur perlum. Steinarnir þar eru víst kallaðir Djúpalónsperlur.

Við grilluðum eftir velheppnaðan dag.  Harpa, Óli strákarnir þeirra, Míla, Lovísa, Gunni og Bryndís Líf fóru heim um kvöldið. Það er vinnudagur hjá Gunna og Óla á morgun.

Mánudagur 4. ágúst
Við sváfum í Viking felli-höllinni hjá Helgu og Týra. Það hafði fækkað verulega á svæðinu í gær, þó aðrir kæmu í staðinn.
Við fengum okkur morgunmat og pökkuðum saman. Það var ákveðið að fara í fjöruna á Görðum.... við ætluðum bara að skoða fjöruna og busla aðeins.... en fórum með stóran hluta af henni heim.... það voru svo flottir steinar þarna. Og það er búið að skamma Tinnu árum saman fyrir að vera alltaf að safna steinum í vasana.

Við grilluðum okkur pylsur í fjörunni og renndum niður í Borgarnes.  Þar var farið í sund...... fötin voru að gróa við okkur... Við skemmtum okkur í rennibrautinni og alles. Í garðinum á móti fengum við okkur kaffi og kex....  ALDREI að klikka á nestinu.
Við fundum ekkert fyrir umferðinni á leiðinni í bæinn og komum heim um kvöldmatarleytið.

 Hreint út sagt frábær ferð...... Kissing

Fjölskylduferð á Snæfellsnes 1-4 ág.2008
 


« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband