Leita í fréttum mbl.is

Hrauntungu-Reykja-Stórhöfða ganga

Þetta var svolítið áttavillt í dag  Pinch

Þar sem ,,Gengið" var ekki skráð til göngu í dag, fór ég með Ferðatékkanum (Berghildi) í gönguferð.... eða það má segja að við gengum í dag í hálfgerðum ratleik... sem hét leitin að Hrauntungustígnum.
Þjónustufulltrúinn keyrði okkur áleiðis að Djúpavatni.... að skiltinu þar sem stendur Hrútagjá. Þaðan ætluðum við að ramba á Hrauntungustíginn....

Sem betur fer kom ég ekki með ratleikskort Hafnarfjarðar... því Berghildur var með 2 kort sem voru ekki sammála um leiðina sem við ættum að fara. Það hefði ekki verið á það bætandi að vera með 3ja kortið og ekkert eins.

Eftir að hafa gengið í áttina að Keili....að Hrútagjánni og tekið síðan stefnu á Hafnarfjörð... komum við inn á Reykjaveginn, sem er gul stika með bláum kolli. Næst sáum við Stórhöfða-stiku sem var appelsínugul, merkt STÓRH.19 og ákváðum að elta hana yfir hraunið niður í Hafnarfjörð... Því samkvæmt kortunum hefðum við átt að vera búnar að rekast á Hrauntungustíginn.

Við vorum í vandræðum.... það var svo mikið af berjum á leiðinni.  En eftir nokkurra klukkustunda göngu komum við niður að vegamótum Krísuvíkur- og Bláfjallavegar... og þar skar vegurinn gönguleiðina..... og stikurnar hurfu....

Sem betur fer hringdi þjónustufulltrúinn nákvæmlega þarna.... og við orðnar vissar um að leiðin væri ekki stikuð lengur...  hann bauð okkur að láta þyrluna sækja okkur eða skutlast sjálfur eftir okkur og við þáðum það.... klukkan var orðin sjö.

Þetta var orðið ágætt, þó aldrei fyndum við Hrauntungustíginn gengum við sennilega um 12 km.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband