Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Idaho Falls, Idaho


heitur pottur og gufaVið höfum ekki komið í þetta fylki fyrr. Veðrið var ágætt, svolítið hvasst,  við kíktum í mollin.... áttum leið fram hjá Victoria Secret og svoleiðis.... Fórum í heitapottinn og höfðum það virkilega gott.
Bloggið er algjört must. 

Þegar við vöknuðum var þykkt snjólag á bílunum fyrir utan... og í morgunmatnum talaði fólk ekki um annað en veðrið. Þetta er mjög óvenjulegt á þessum slóðum.  Sjónvarpið sagði þykkt lag af snjó vera í Helena og nokkurra stiga frost og snjókomu í Yellowstone.... sumir hér höfðu áhyggjur að þar væri allt ófært og þá lokað.... og þá er skarðið milli Jackson Hole og Idaho Falls, sem við fórum yfir í gær, örugglega ófært.

Við höfum svo sannarlega verið blessuð með veður. Í dag eru meiri búðarferðir á dagskrá, góður matur.... og heiti potturinn í kvöld... Wink


Búið að skjóta Yogi...

Livingston Montana 2008Við höfum ekkert reynt að breyta tímanum og þess vegna sofnað snemma og vaknað snemma. Nú vorum við vöknuð um 5 leytið... við hanagal og hest á beit við gluggann. Við borðuðum frábæran morgunmat, þar sem allt var til alls og lögðum af stað.
Við yfirgáfum Livingston... eftir að hafa keyrt og tekið mynd af mótelinu sem auglýsti COLOR TV....og keyrðum til Yellowstone, önnur tilraun til að hitta Yogi bear.
http://www.campjellystone.com/    sjáið hann hér.

Vegakerfið í Yellowstone er eins og stór ,,8”
Búið að skjóta Yokie bearÍ fyrra skiptið keyrðum við vinstra megin upp garðinn, tókum vinstri hlið áttunnar og nú ætluðum við hina leiðina.
Við vorum ekki komin nema hálfa leið niður efri hlutann þegar við komum að lokun… vegurinn var lokaður vegna mikils snjós. Þetta kostaði okkur 2 klst. auka.
Landslagið var ótrúlega fallegt og dýrin oft á beit við veginn.

Það var mikið áfall að keyra fram á þjóðgarðsvörðinn með bjarnaskinn… það er búið að skjóta Yogi….

Engin smá kjötbiti....Fórum yfir á hægri hlutann í miðjunni á áttunni. Það hafði greinilega snjóað á meðan við vorum í Helena….
Enda sáum við á veðurspánni þar, að það var búið að vera leiðinda veður í Yellowstone.   

En við vorum heppin með veðrið...  buffaló-kálfur hljóp fyrir bílinn hjá okkur – við vorum stopp en hann var svo snöggur að við náðum ekki að taka mynd af honum. Annar Buffaló var á beit við veginn, Lúlli hefði getað klappað honum um leið og hann tók myndina.

Yellowstone 9.júní 2008Það er enginn svikinn af því að keyra um Yellowstone. Landslagið er ótrúlegt og svo mikið af öllu.... allt svo stórt í Ameríku. Við vorum hætt að stoppa þó Buffalóhjarðir væru við veginn.  Hverasvæðin voru gríðarstór. Fossarnir, gljúfrin og hamrarnir... allt í XXXL.

Komum um 4 leytið til Jackson Hole… áttum pantað herbergi á El Rancho og komum okkur fyrir. Staðurinn er mjög dýr, við sem héldum að rándýrin væru öll í Yellowstone.... hér lifa allir á ferðamanninum.
Við skoðuðum listagallerí. Jackson Hole  9.júní 2008Vá, hvílíkir listamenn.
Við fengum okkur risa-borgara. Veðrið var sæmilegt, þurrt og smá sól. Hér er safnið Ripley´s believe it or not í sömu götu og mótelið okkar. Eins og í bæjarmerki Afton, var myndaður bogi úr hreindýrahornum yfir innganginum í bæjargarðinn.

Okkur fannst herbergið dýrt…. staðurinn er dýr. Herbergið var lítið, sturtan svo lítil að Lúlli varð að fara í sturtu í tvennu lagi, hann varð að bakka fyrst inn og hafa bumbuna fyrir utan. Netið náðist ekki og morgunmaturinn lélegur… en það þýðir ekkert að ergja sig á því… við erum búið að hafa það svo gott í allri ferðinni.
Um morguninn var ausandi rigning og lélegt skyggni þannig að við hættum við að fara í kláfnum upp á fjallstoppinn. Við ákváðum að fara til Idaho Falls og vera þar í 2 daga. Það rignir ekki í mollunum.

Á leiðinni yfir fjallgarðinn til Idaho.... snjóaði.  Ferðin var stutt, rúmir 2 tímar. Við fengum okkur ,,Áttu" sem er með heitum potti og svo skelltum við okkur í Mollin.


Eitt allsherjar ævintýri

Maraþon í Montana 2008
Montana er 24. fylkið mitt… ég er sérlega ánægð með að vera ekkert eftir mig í hásininni, vegna þess að núna skokkaði ég meira en ég þorði í síðustu 2 maraþonum. Bíðarinn stóð sig eins og hetja. InLove

Það er enginn smá tími sem fer í að bíða eftir mér... Sleeping

Veðrið hélt aftur af sér… svo við höfum sloppið við þrumuveðrið og rigninguna sem var spáð. Í dag keyrðum við suður til Livingston. Vegurinn frá Helena niður að næsta þjóðvegi var einbreiður... ein akgrein í báðar áttir. Á þessum kafla höfðum við ekki tölu á öllum krossunum sem táknuðu dauðaslys. Á einum gatnamótunum voru 9 krossar. Þar höfðu orðið þrjú slys, þar sem 4, 3 og 2 höfðu dáið. Sorglegt.

Í Livingston gistum við í Quality Inn. Það eru heitir pottar hérna... sem við ætlum að skella okkur í. 
Á morgun ætlum við í gegnum Yellowstone … en aðra leið en síðast.... passinn sem við keyptum gildir í viku. Það er svo mikið að skoða þar. Við eigum síðan pantaða gistingu í Jackson Hole. Þar bíður okkar annað ævintýri.

http://wyomingtourism.org/cms/d/yellowstone_national_park.php 


Helena, Montana

þetta erum við GrinGrin

Við komum snemma til Helena, sem er höfuðborg Montana. Bærinn er vinalegur og allt voða notalegt..... það besta er að það er enginn söluskattur í Montana. Svo verðið sem við sjáum í búðunum er rétta verðið á hlutnum. Það má því segja að allt sé ódýrara hér.

Veðrið er dásamlegt, við gistum á http://www.jorgensonsinn.com/ .... Mjög þægilegt.... erum við hliðina á mollinu. Ætlum að labba þangað yfir núna..... enginn skattur í Montana, maður verður að nýta sér það. Wink


Jackson Hole - Yellowstone - Livingston

Afton, Wyoming, 4.júní 2008              GrinGrin

Þetta var dásamlegur dagur. Við lögðum snemma af stað frá Afton.... Gat ekki stillt mig um að taka mynd af bæjarmerkinu þeirra sem skartaði yfir aðalgötunni.
Hvert fylki hefur sitt einkennismerki og merki Wyoming er Buffaló-inn.
Jackson Hole
Við keyrðum norður til Jackson Hole... sem er einu orði sagt stórkostlegur bær... einstaklega fallegur þar sem heildarmyndin hefur verið varðveitt.
Húsin voru öll lág bjálkhús eða í þeim stíl sem féll að því og gangstéttir úr viðarborðum. Hreindýrahorn mynduðu göng í skemmtigarðinn, allt svo náttúrulegt og snyrtilegt... Myndavélin sagðist vera rafmagnslaus ???
Svo ég tók enga mynd. en heimasíða bæjarins er frábær auglýsing fyrir hvað er hægt að gera þar. 
http://jacksonhole.com/index.asp 

Yellowstone, Wyoming, 4.júní 2008Þaðan keyrðum norður til Yellowstone. Þjóðgarðurinn er á stærð við Ísland.... svo við verðum að fara þangað aftur í bakaleiðinni og skoða meira. Hvílíkt landslag, fegurð og dýralíf. Við þurftum að varast birni, buffalóa og elgi. Því miður sáum við hvorki Yogi eða Boo Boo.
Þá voru hverasvæðin á stærð við smábæ heima.
Yellowstone National Park – ( 03:44 ) Augl.mynd

Yellowstone, Wyoming, 4.júní 2008Ógurlegir skógareldar voru þarna fyrir 20 árum og voru merki eldanna um allt. Við sáum ,,geysi" og hvernig hverasvæðin eru að færast til... sáum dauð tré í miðju hitasvæði.

Eftir langan dag og mikla keyrslu.... allt svo stórt í Ameríku... fengum við gistingu í Livingston, Montana... sem er áttunda fylkið sem við heimsækjum í þessari ferð.


Keyrt norður til Jackson Hole

Við flugum í gær frá San Diego til Salt Lake City í Utah. 
Fengum þar ágætis hótel, gistum eina nótt en ákváðum að halda áfram í dag. Við vorum í SLC, þegar ég hljóp Desert News Maraþonið 2006.
Svo um hádegið keyrðum við af stað. Bragi upplýsingafulltrúi okkar í Santa Barbara var búinn að segja okkur að Jackson Hole hér fyrir norðan, væri með fallegustu stöðum í Bandaríkjunum.... og það var í leiðinni til Yellostone... þar sem við höfum mælt okkur mót við Yokie Bear og Boo Boo.

Við tókum okkur hótel.... Hi-Country-Inn í Afton Wyoming... rétt sunnan við Jackson. Nú slöppum við af, erum að fara út að borða  Wink


Listaverk í Santa Barbara

St.Barbara maí.2008Heart  Heart  Heart

Ég var að setja inn myndir í San Diego. þá komu auðvitað fram myndir af síðasta deginum okkar í Santa Barbara.
Steinunn hafði komið með okkur út að borða kvöldið áður en við fórum og hún fór með okkur í klaustrið.
Þar fyrir framan höfðu listamenn verið dögum saman að gera krítarmyndir í gangstéttina... árlegur viðburður í sambandi við Memorial Day (á mánudag) ....Hvílík listaverk.

Einhverjir dónar höfðu keyrt yfir sum listaverkin... 
   

St.Barabara maí.2008St.Barbara maí.2008

 Höfðingjarnir í Santa Barbara 2008


« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband