Leita í fréttum mbl.is

Eitt allsherjar ævintýri

Maraþon í Montana 2008
Montana er 24. fylkið mitt… ég er sérlega ánægð með að vera ekkert eftir mig í hásininni, vegna þess að núna skokkaði ég meira en ég þorði í síðustu 2 maraþonum. Bíðarinn stóð sig eins og hetja. InLove

Það er enginn smá tími sem fer í að bíða eftir mér... Sleeping

Veðrið hélt aftur af sér… svo við höfum sloppið við þrumuveðrið og rigninguna sem var spáð. Í dag keyrðum við suður til Livingston. Vegurinn frá Helena niður að næsta þjóðvegi var einbreiður... ein akgrein í báðar áttir. Á þessum kafla höfðum við ekki tölu á öllum krossunum sem táknuðu dauðaslys. Á einum gatnamótunum voru 9 krossar. Þar höfðu orðið þrjú slys, þar sem 4, 3 og 2 höfðu dáið. Sorglegt.

Í Livingston gistum við í Quality Inn. Það eru heitir pottar hérna... sem við ætlum að skella okkur í. 
Á morgun ætlum við í gegnum Yellowstone … en aðra leið en síðast.... passinn sem við keyptum gildir í viku. Það er svo mikið að skoða þar. Við eigum síðan pantaða gistingu í Jackson Hole. Þar bíður okkar annað ævintýri.

http://wyomingtourism.org/cms/d/yellowstone_national_park.php 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband