Leita í fréttum mbl.is

Niagara Falls, Kanada

Niagara Falls Canada, 12.8.2009
Við fórum samviskusamlega eftir planinu, spáin var ekkert sérstök en það rættist frábærlega úr veðrinu.

Við vöknuðum sæmilega snemma og borðuðum morgunmat á Denny´s... Frábært, eggin overeasy, harshbrowns og kaffi...

Kl 10 vorum við lögð af stað... Fórum yfir til Kanada á Rainbow-brúnni.  Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Kanada.  Edda var búin að segja að fossarnir sæjust miklu betur Kanadamegin og það er rétt. Það var sól og steikjandi hiti.
Niagara Falls Canada, 12.8.2009Allsstaðar var fullt af fólki... þarna voru ,,gyðingar og Grikkir" Indverjar, múslimar og Amish-fólk. Náttúrufegurð fyrir alla, trú eða litur skiptir engu.

Við fengum bílastæði á besta stað og gengum með fram og mynduðum og mynduðum.  Eins og venjulega keypti ég minjagripa-teskeið.

Niagara Falls Canada, 12.8.2009Eftir að hafa gengið um ákváðum við að fara frekar upp í turninn heldur en að fara í kláfinn. Útsýnið þaðan var stórfenglegt.
Loks var tími kominn til að hafa sig aftur til USA... áleiðis til Michigan. Það hefði verið miklu styttra að keyra í gegnum Kanada, en við vorum ekki viss um að vera tryggð.

Við borðuðum að Old Country Buffet á leiðinni og rétt fyrir myrkur fengum við okkur hótel í Cleveland Ohio.

Americans Best Value Inn
14043 Brookpark Rd, Cleveland Ohio 44142


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband