Leita í fréttum mbl.is

Blindir leiðtogar - Matt. 23.kafli

-1- Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna:
-2- Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear.
-3- Því skuluð þér gjöra og halda allt, sem þeir segja yður, en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara, því þeir breyta ekki sem þeir bjóða.
-4- Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar, en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri.
-5- Öll sín verk gjöra þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana.

Jesús kallar fræðimennina og faríseana, hræsnara (vers 13,14,15,23,25, 27,29,) segir þá vera blinda leiðtoga (16v, 24v,), blinda heimskingja (17v), blinda menn (19v), blinda farísea (26v) og höggorma og nöðrukyn (33v). 
Prestastéttin, sem sá um uppfræðslu innan safnaðanna var á villigötum. Hinar heilögu ritningar voru aðeins til í musterinu og samkunduhúsunum og þess vegna erfitt fyrir hvern og einn að ætla að lesa þær og stúdera í einrúmi.  Fólkið, innan safnaðarins gerði það sem prestarnir sögðu þeim... Guð hafði sent marga spámenn til að leiða gyðinga af hinni röngu braut sem þeir gengu en allt kom fyrir ekki.

37- Jerúsalem, Jerúsalem! Þú sem líflætur spámennina og grýtir þá, sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum, eins og hænan safnar ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi.
-38- Hús yðar verður í eyði látið... (2007 útg. orðar það... ,,Guð mun yfirgefa musteri yðar og það verður lagt í rúst")
5.Mós 28:62...Aðeins fámennur hópur skal eftir verða af yður, í stað þess að þér áður voruð sem stjörnur himins að fjölda til, af því að þú hlýddir eigi raustu Drottins Guðs þíns.

Allur kaflinn ætti að vera hverjum kristnum manni til íhugunar, að rannsaka ritningarnar sjálfur, betur sjá augu en auga... fyrir utan að sífellt er hægt að nálgast orðið frá nýju sjónarhorni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband