Leita í fréttum mbl.is

Brúðkaupsveislan - Matt. 22.1-14

Það segir í guðspjallinu að Jesús talaði ekki á dæmisagna til fólksins (Matt 13:34). Það sem margir átta sig ekki á, er að margar þeirra eru ádeila á gyðinga fyrir að þekkja ekki þann sem þeir biðu eftir.
Margar dæmisagnanna eru um himnaríki, en höfundur Alfa námskeiðsins segir að orðið himnaríki sé aðeins að finna í Matt og ennfremur segir hann að gyðingar hafi notað þetta orð um himinninn þegar þeir vildu forðast að nefna nafn Guðs.

-1- Þá tók Jesús enn að tala við þá í dæmisögum og mælti:
-2- Líkt er um himnaríki og konung einn, sem gjörði brúðkaup sonar síns.
-3- Hann sendi þjóna sína að kalla til brúðkaupsins þá, sem boðnir voru, en þeir vildu ekki koma.
-4- Aftur sendi hann aðra þjóna og mælti: Segið þeim, sem boðnir voru: Veislu mína hef ég búið, uxum mínum og alifé er slátrað, og allt er tilbúið, komið í brúðkaupið.
-5- En þeir skeyttu því ekki. Einn fór á akur sinn, annar til kaupskapar síns,
-6- en hinir tóku þjóna hans, misþyrmdu þeim og drápu.
Konungurinn í sögunni er Guð sem sendi son sinn Jesús sem brúðguma til jarðar. Jesús er brúðguminn (Matt 9:15)... Þjónar hans (spámennirnir) buðu til veislunnar og hinum útvöldu (gyðingum) var boðið til veislunnar, en þeir vildu ekki taka á móti boðskortinu. Spámenn Guðs voru ofsóttir og þeir drepnir.

-7- Konungur reiddist, sendi út her sinn og lét tortíma morðingjum þessum og brenna borg þeirra.
-8- Síðan segir hann við þjóna sína: Brúðkaupsveislan er tilbúin, en hinir boðnu voru ekki verðugir.
Guð reiddist og gyðingar voru herleiddir... þeir misstu land sitt og musteri... Hjörtu þeirra voru hætt að þekkja Guð.  Áherslan breyttist, fyrst hinir útvöldu vildu ekki klæðast brúðkaupsklæðum (taka sinnaskiptum) og gera sig tilbúna fyrir veisluna þá skyldi öðrum vera boðið.

-9- Farið því út á vegamót, og bjóðið í brúðkaupið hverjum þeim sem þér finnið.
-10- Þjónarnir fóru út á vegina og söfnuðu öllum, sem þeir fundu, vondum og góðum, svo að brúðkaupssalurinn varð alskipaður gestum.
-11- Konungur gekk þá inn að sjá gestina og leit þar mann, sem var ekki búinn brúðkaupsklæðum.
-12- Hann segir við hann: Vinur, hvernig ert þú hér kominn og ert ekki í brúðkaupsklæðum? Maðurinn gat engu svarað.
-13- Konungur sagði þá við þjóna sína: Bindið hann á höndum og fótum og varpið honum í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.
-14- Því að margir eru kallaðir, en fáir útvaldir.

Hver sá sem tekur við fagnaðarerindinu - íklæðist brúðkaupsklæðum - hjarta hans er umskorið og nýtt líf er hafið með Kristi. Einn gestanna skorti trú... og takið eftir kærleikanum ,,vinur" hvernig er þú hér kominn... og af því að hann þekkti ekki Jesú, þá var honum vísað út.
,,Margir eru kallaðir"... það er fullt af fólki sem heyrir boðskapinn en tekur aldrei afstöðu um hvort þeir vilji fylgja Jesú - þeir sem taka afstöðu eru útvaldir... og það er sorglegt að Jesús segir að þeir verði FÁIR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband