Leita í fréttum mbl.is

Í upphafi skapaði Guð...

Biblían byrjar á þessum orðum... Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Það kemur vel til greina að þetta upphaf hafi verið löngu áður en önnur sköpun hófst. Hver erum við, að fella dóma um hvað tímanum leið. Það var ekki einu sinni búið að skapa ,,tímann."

Sköpunarsögurnar eru tvær og heimildakenning Wellhausens telur þær skrifaðar eftir að ríki Salómons klofnaði í tvennt. Wellhausen telur aðra söguna vera skrifaða í Norðurríkinu Efraím (E-heimild) og hina í Suðurríkinu Júda (J-heimild).
Telur hann að eftir að gyðingar hafi orðið land-og musterislausir, þ.e. eftir að bæði ríkin féllu þá hafi saga gyðinga verið fléttuð saman á einhverjum ákveðnum tíma. Vegna þess að gyðingar töldu textann heilagan mátti ekki breyta honum og gætir því nokkurs misræmis í textanum og oft tvær frásagnir af sama atburði.

Fyrri sköpunarsagan 1.Mós.1:1-2:4, fylgir E-heimild en hún notar nafnið Elóhím fyrir Guð. Í fyrri sköpunarsögunni lýkur Guð verki sínu með því að skapa manninn. Samkvæmt þeirri heimild heitir fjallið helga Hóreb, Jetro er tengdafaðir Móse (2.Mós 3:1) og íbúar fyrirheitna landsins eru Amorítar.

Síðari sköpunarsagan 1:Mós.2:5-3:24 fylgir J-heimild en þar er notað nafnið Jahve sem er þýtt Drottinn Guð. Í síðari sköpunarsögunni byrjar Guð á að skapa manninn og hann mótaði hann með eigin höndum. Samkvæmt heimildinni heitir fjallið helga Sínaí, í 4.Mós 10:29 heitir tengdafaðir Móse, Hóbab Regúelsson og samkvæmt J-heimild eru íbúar fyrirheitna landsins, Kanverjar.  

Sitthvort nafnið, Elóhím eða Jahve, yfir Guð er því skýringin á því hvers vegna stendur Guð eða Drottinn Guð amk í Mósebókunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband