Leita í fréttum mbl.is

Týndi sonurinn

Síðasta dæmisagan af þeim þrem í 15 kafla Lúk. er um týnda soninn. Í þessari sögu er ekki einungis glaðst yfir því að finna hinn týnda, heldur er fyrirgefið, á stundinni, án nokkurs skilyrðis.  Þessar 3 sögur um hið týnda fara stigmagnandi.

Í fyrstu sögunni týndist 1% af sauðunum, í næstu 10% af drökmunum... í þessari er það 50%.  Því maðurinn átti 2 sonu og annar týndist.

Þessi dæmisaga hefur ótrúlega mörg andlit, og horfa flestir á faðirinn sem Guð sem fyrirgefur okkur feilsporin... vegna þess að faðirinn tók syninum opnum örmum, tilbúinn að fyrirgefa allt.  Síðan getum við íhugað hvor sonanna var í raun glataður.


En hvað ef við setjum okkur sjálf sem föðurinn, getum við séð hann sem áminningu fyrir okkur, 
var hann týndur í eigin áhyggjum?  Var hann ekki svo upptekinn af því sem hann hafði misst, þ.e. syninum sem fór, að hann kunni ekki að þakka fyrir eða meta það sem hann hafði... gleymdi hann að hann átti 2 syni. Getum við tekið föðurinn sem áminningu um... að gleyma ekki þeim sem standa alltaf við hlið okkar, þeim sem vinna sín verk án möglunar og án umbunar.  

Er það nógu gott fyrir þann sem er alltaf við hlið manns, að heyra setningu eins og faðirinn sagði:
Lúk 15:31 Hann sagði þá við hann: Barnið mitt, þú ert alltaf hjá mér, og allt mitt er þitt...  
Nei, ég er ansi hrædd að við verðum að gefa ,,kiðling” öðru hverju. Hrósa og verðlauna þá sem eru alltaf við hlið okkar, verðlauna þá sem standast væntingar okkar.  Eldri sonurinn kvartaði við föður sinn að hafa aldrei fengið neitt frá föður sínum. 
Takið eftir því að það er ekki fyrr en honum finnst hann settur til hliðar, að hann kvartar...


Enn eitt sjónarhorn, á það hver var virkilega týndur eða í hverju við týnum okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband