Leita í fréttum mbl.is

Gamlársdagur í Tallahassee North, Florida og brúðkaup í Californíu

Við erum á leiðinni til Jackson. Lögðum nokkuð snemma af stað. Komum við heima hjá Freddie og Carroll í Orlando áður en við lögðum í hann. Það var virkalega blessuð stund.

Um hádegið lögðum við af stað til Jackson og um 5 leytið ákváðum við að gista í Tallahassee. Tókum sexu, fengum okkur eitthvað að borða og smá í glas.  Áramótunum fagnað án flugelda eins og undanfarin fjögur ár sem við höfum fagnað áramótunum í Usa. Við sáum skaupið á netinu... mér fannst það bara ágætt... loksins sá maður ný leikara-andlit Smile

Steinunn frænka í Kaliforníu gifti sig í dag, sá heppni er Howard Green... og það er ekkert ,,grín"... ég held ég fari rétt með... að hann sé aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Disney. Svo að eftir þennan dag er Steinunn ,,Meira hátta" orðin, Steinunn ,,Grín"
Til hamingju... Steinunn, Bragi, Jonna og börn.

Heart  Við Lúther... óskum brúðhjónunum alls hins besta, KissingKissing  allrar þeirrar hamingju sem hægt er að njóta til hins síðasta dags. Megi himins blessun umvefja þau og heimili þeirra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband