Leita í fréttum mbl.is

Selvogsgata, seinni hluti

Selvogsgata s.hl. 20.7.200819.júlí
Það var heilmikið púsl að koma þessu öllu saman, því það fjölgaði í hópnum. Berghildur systir bættist við og Ísak Lúther og Adam Dagur. Við vorum 7 sem gengum seinni hluta Selvogsgötunnar.... og við sáum engan ísbjörn.

Veðrið var frábært... sól og aðeins andvari.  Við vorum með nesti fyrir marga daga.... ef við þyrftum skyndilega að gista á heiðinni.... bara grín Wink
Ég hef ekki nokkra hugmynd um hve oft ég er búin að ganga þessa leið.... Berghildur og Harpa hafa gengið Selvogsgötuna áður en Helga, Lovísa og strákarnir voru að fara í fyrsta sinn.... og þeir voru sannkallaðar hetjur.

Undanfarið hafa verið miklar umræður um hvað hópurinn ætti að heita.... enda algjört möst að gott nafn á liðinu. Stelpurnar stungu upp á ,,Gengið" og fékk hver okkar gjaldmiðilsnafn samkvæmt áhugasviði...... ég er Dollar, Helga er Líra, Harpa er Evra, Lovísa er Dönsk króna, strákarnir voru skiptimynd og smáaurar og Berghildur (margfætla) sem var gestur... gilti sem ferðatékki.

Gengið reis í upphafi ferðar en hélt sér nokkuð stöðugu á há-heiðinni þó sumir gjaldmiðlar ættu góða spretti, þá féllu þeir allir nokkuð jafnt í lok dags... á leiðinni niður að Hlíðarvatni eftir 5 og 1/2 tíma og 16 km göngu. Þar beið þjónustufulltrúinn... bankastjórinn... hann rakaði saman peningunum og keyrði með þá í bankahólfið (hjólhýsið).

Þegar við skrifuðum í gestabókina var þetta orðið heljar ævintýri þar sem allir voru komnir með bankatengd gælunöfn.
Við grilluðum og ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið sannkallað fjölskyldugrill...  Vantaði bara Svavar og Bryndísi Líf.  Týri kom með Ástþór son sinn og Tinnu, Gunni kom og Óli með Gabríel. 
Veðrið var frábært um kvöldið, það var sofið í hjólhýsinu og 3 tjöldum.

20.júlí
Við skoðuðum Strandakirkju og heimsóttum leiði afa og ömmu bankastjórans, síðan var farið í ævintýraferð í vitann.... eftir að hafa fengið sér næringu, var dótið tekið saman, gengið frá hjólhýsinu og allir keyrðu heim eftir velheppnaða ævintýraferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem Clara datt út, kom upp sú hugmynd að hún væri Peseti, gjaldmiðill sem er ekki notaður lengur.... það er auðvitað möguleiki að hún geti siglt aftur inn og verið gengisskráð sem Skúta...

NB.  Hún var ekki búin að vinna sér inn friðhelgi... sem sagt fá leyfi til að vera heima... svo að Gengið verður að taka málið föstum tökum... heimsmarkaðurinn krefst þess.

Bryndís (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 17:07

2 identicon

þú gleymdir að minnast á Gúmmítékkann (Týra) og yfirdráttinn (óla)

Harpa Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 18:31

3 identicon

Nákvæmlega...Clara verður neydd til að borða skordýr til að komast aftur í hópinn

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband