Leita í fréttum mbl.is

Áramóta-annáll fyrir árið 2019

G L E Ð I L E G T  Á R

Við Lúlli ætluðum að senda áramótakveðjuna út frá Texas, en vegna starfs mín varð ég að hætta við ferðina og við sendum kveðjuna út frá Patreksfirði. Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elsta lang-ömmu-barnsins míns (Lúlli á eldra)... Emilía Líf er 8 ára á morgun, nýjársdag og hún var stödd í Hafnarfirði en er nú aftur heim. Elsku Emilía Líf okkar, innilega til hamingju með daginn þinn. Það kemur örugglega að því einhverntíma að við getum mætt í afmælið þitt.

FJÖLSKYLDAN

Lífið hefur gengið sinn vanagang hjá flestum. Árný býr í Njarðvíkum, Helga flutti aftur heim frá Noregi, Bryndís Líf útskrifaðist sem sjúkraliði í Kopervik og flutti til Stavanger... Harpa er á Völlunum, Svavar býr í Reykjavík og er í lögfræðinni en mestu breytingarnar voru hjá Lovísu og Gunna. Þau seldu íbúðina sína í Grafarvogi, keyptu nýtt ófullgert raðhús í Mosó og fluttu til okkar 5.okt. á meðan verið er að gera það íbúðarhæft en ná sennilega að flytja inn fyrir áramót. Lovísa útskifaðist síðan frá Tækniskólanum sem hársnyrtir í des en á eftir sveinsprófið. 

STÓRAFMÆLI ÁRSINS

Mamma varð 90 ára á árinu og Hafdís systir varð 60 ára. 

FERÐALÖG

Ég fór í nokkrar hlaupaferðir á árinu eða alls 9 sinnum og hljóp 15 maraþon. Ég bætti við 8 nýjum maraþon-löndum. Toppurinn á árinu var ferðin í lok maí. þá fór ég fyrst út ein og hljóp í CO, síðan komu Berghildur, Edda og Vala út og við ferðuðumst í 2 vikur saman og hápunkturinn var fjögurra daga gönguferð í Grand Canyon. Við gengum niður frá norður-brúninni og upp suður megin, upp sömu leið og fyrir 3 árum. Það eru ekki til orð eða myndir sem geta lýst þessu ævintýri nógu vel... en hér er videó...  
https://www.youtube.com/watch?v=CXC7zgvKWRc&t=36s 

Strákarnir okkar Völu komu út með sömu vél og Berghildur og Edda flugu heim með og við ferðuðumst áfram í 10 daga. Við heimsóttum sléttasta fylki USA, Kansas, fórum til Texas, Oklohoma og ég hljóp síðan í Ruidoso í New Mexico. Við flugum til og frá Denver.

HREYFING

Eins og áður er talið hljóp ég 15 maraþon á þessu ári. Við systur tókum ratleikinn eins og undanfarin sumur og kláruðum allar leikinn, fundum öll 27 spjöldin... Indía og Mikael fundu nokkur spjöld en hann var með í fyrsta sinn. Ég fór nokkrar ferðir á Helgafell og eina ferð á Esjuna... en þegar ég fór niður fann ég í fyrsta sinn fyrir hnjánum. Við systur höfum haldið okkur við að synda 1x í viku... en ég hef hjólað minna í sumar en áður.

PS. ég sótti um nokkur prestsembætti á þessu ári... alltaf í allra-allra-allra síðasta sinn... og ætlaði að hætta því en var svo blessuð að fá vígslu... 17.nóv var ég vígð til Patreksfjarðar og flutti þangað 5.des. Lúlli þurfti að fara í aðgerð á öxl og kom vestur á þorláksmessu. Svavar kom með honum og var hjá okkur um jólin. Þetta er í fyrsta sinn sem við búum utan Hafnarfjarðar... en ég er ráðin til 31.maí á þessu ári.

GLEÐILEGT ÁR 2020 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband