Leita í fréttum mbl.is

Ratleikurinn í fullum gangi

Við Svavar eigum bara 2 spjöld eftir... ég hef verið að fara í annað og þriðja sinn í leit að hinum spjöldunum og þá með Tinnu og Berghildi. Upp á síðkastið höfum við fléttað berjatínslu og hellaskoðun við ratleikinn - sem gerir þessar ferðir að hreinu ævintýri.

Ofaní Skátahelli í Heiðmörk

Við fórum ofaní Skátahelli í Heiðmörk en það eru komin yfir 40 ár síðan ég fór fyrst ofaní þennan helli og það er alltaf jafn gaman. Ég man eftir borði í gamla daga... það hafði verið smíðað úr fjölum. Mér finnst leiðinglegt hvað fólk skilur eftir mikið af rusli - alls staðar voru sprittkerti, pokar og fl. Hellirinn er samt spennandi og nú fer ég með barnabörnin ofaní hann Kissing 

Berjatínslan hefur líka verið frábær - hvílík spretta og berja-hlunkar sem við erum að borða á kvöldin með sykri, ís og þeyttum rjóma... ummmm Tounge   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband