Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Samgöngur

Hvað gerist nú?

Síðast þegar HR.ÓRG féll af baki, féll hann fyrir Dorrit, það er spurning hvað gerist nú? 
mbl.is Ólafur Ragnar slasaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stroudsburg, Pennsylvania

Nú er komið að ferðalokum, við keyrum í allan dag frá Cleveland Ohio áleiðis til New York. Tókum hótel í East-Stroudsburg. Við vorum orðin dauðþreytt á keyrslunni þó vegirnir séu beinir og góðir og umferðin gengur smurt fyrir sig... það var heitt úti, frá 88-92°F... eða um og yfir 30°c

Við pökkuðum endanlega í töskurnar... við skilum bílnum á morgun kl 3 og flugið er um kl 20. Við ætlum að reyna að hitta Helgu og Tinnu í fríhöfninni en þær eiga flug til Svíþjóðar kl 7:50

Days Inn East Stroudsburg
150 Seven Bridge Rd US 209, US 209 / I 80 Exit 309, East Stroudsburg, PA 18301 US
Phone: 570-424-1951 room 109


Niagara Falls, Kanada

Niagara Falls Canada, 12.8.2009
Við fórum samviskusamlega eftir planinu, spáin var ekkert sérstök en það rættist frábærlega úr veðrinu.

Við vöknuðum sæmilega snemma og borðuðum morgunmat á Denny´s... Frábært, eggin overeasy, harshbrowns og kaffi...

Kl 10 vorum við lögð af stað... Fórum yfir til Kanada á Rainbow-brúnni.  Þetta er í fyrsta sinn sem við komum til Kanada.  Edda var búin að segja að fossarnir sæjust miklu betur Kanadamegin og það er rétt. Það var sól og steikjandi hiti.
Niagara Falls Canada, 12.8.2009Allsstaðar var fullt af fólki... þarna voru ,,gyðingar og Grikkir" Indverjar, múslimar og Amish-fólk. Náttúrufegurð fyrir alla, trú eða litur skiptir engu.

Við fengum bílastæði á besta stað og gengum með fram og mynduðum og mynduðum.  Eins og venjulega keypti ég minjagripa-teskeið.

Niagara Falls Canada, 12.8.2009Eftir að hafa gengið um ákváðum við að fara frekar upp í turninn heldur en að fara í kláfinn. Útsýnið þaðan var stórfenglegt.
Loks var tími kominn til að hafa sig aftur til USA... áleiðis til Michigan. Það hefði verið miklu styttra að keyra í gegnum Kanada, en við vorum ekki viss um að vera tryggð.

Við borðuðum að Old Country Buffet á leiðinni og rétt fyrir myrkur fengum við okkur hótel í Cleveland Ohio.

Americans Best Value Inn
14043 Brookpark Rd, Cleveland Ohio 44142


Rigning - Plan B

Það er spáð rigningu í dag upp við Niagara fossana... svo við ætlum að fara í búðarráp í dag og skoða fossana á morgun.

Verðum hér amk eina nótt í viðbót


Hvernig er ,,Gengið" ?

Evran hafði áhyggjur af því í dag að Fimmvörðuháls væri kannski of áhættusamur í sumar... það eru jarðhræringar undir Eyjafjallajökli.

Ég er sammála... það er óþarfi að velja gönguleið með titringi !!!

Í þessum skrifuðu orðum flýgur þyrlan stöðugt yfir með sjó til að slökkva sinueld milli Helgafells og Valabóls... er ekki bara tilvalið að skreppa á Keili - Ég er til á föstudag - hvað með ykkur?


New York - Salt Lake City - Anchorage

Við vorum vöknuð fyrir kl 3 í nótt... enda áttum við langan dag fyrir höndum.  Við gistum í New Jersey í nótt og áttum klst.keyrslu til JFK í New York. Sú ferð gekk eftir áætlum og við vöktum vörðinn í hliðinu hjá Avis... steinsofandi í vinnunni. Við höfðum keyrt 1368 mílur þessa viku sem við vorum á vesturströndinni.

Fyrra flugið var 6:45 til Salt Lake City... 4:40 klst... Biðin þar var frekar stutt 1:30 klst... síðara flugið var til Anchorage í Alaska. það tók svipaðan tíma eða 4:30 klst. og þá var klukkan 4 tímum á eftir. Við lentum kl 2:35 á staðartíma...

Við vorum furðu hress eftir nær 16 tíma ferðalag. Hótelbus-inn sótti okkur því við fáum ekki bílaleigubílinn fyrr en kl 9 í kvöld. Við keyptum pakka, hótel í 2 nætur og bíl í 2 sólahringa og það kemur betur út að taka bílinn seinna því við eigum kvöldflug heim... skynsamlegra að hafa bíl þegar við höfum tékkað okkur út og geta farið eitthvað áður en við fljúgum heim Woundering 

Super 8 Anchorage
3501 Minnesota Drive, 36th Ave & Minnesota Dr. Anchorage, AK 99503-3650 US
Phone: 907-276-8884    Room 105

Allentown PA - Elizabeth NJ

Lögðum sæmilega snemma af stað, það er ekki langt til Elizabeth, þar sem við ætlum að gista síðustu nóttina... á vesturströndinni. Á leiðinni keyrðum við framhjá Bethlehem og Nazareth... Það er mikið um Biblíuleg nöfn á þessu svæði.

limo við Econo Logde NJ.17.6.2009Við höfum aldrei reynt annað eins slaufuvegakerfi neins staðar og er hér í Elizabeth... Þetta er hreinasta ævintýri...
Við fengum ekki mótel á sæmilegu verði nær JFK... það eru um 30 mílur þangað... sem er ,,rétt hjá" í Ameríku og við verðum að vakna kl 3 í nótt í síðasta lagi. Við pökkuðum dótinu okkar og keyptum okkur nesti fyrir flugið... síðan verður farið snemma í bælið.
Nágranni okkar í næsta herbergi er á Limósíu.

Econo Lodge Newark International Airport >>
853 Spring St. (US 1 & 9)... Elizabeth, NJ, US, 07201
Phone: (908) 353-1365     Room 123
 


Logan, Vestur Virginíu

Hatfield-McCoy Reunion Festival,13.6.2009Við erum í Logan og keyrðum til Williamson sem er við fylkismörk Kentucky og West Virginia.  Hér er hrikalegt landslag. Fjöll og dalir með trjám frá ,,toppi til táar"... Hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þá fyrstu að ferðast hingað.

Í Williamson var Hatfield-McCoy Reunion Festival, þar sem ég hljóp maraþon í dag.
Afkomendur Hatfield og McCoy voru mættir með rifflana sína, veðrið var frábært - of gott fyrir maraþon í frumskógarstígum og lognmollu milli trjánna.

Logan WV,13.6.2009Kaninn hefur greinilega ekki áhyggjur af umhverfismati... allar línur á staurum og greinilega ekkert mál að sníða af þessum fjöllum til að gera almennilega vegi... og mættu fleiri huga að hvort öryggi fólksins sé ekki meira virði en útlit umhverfisins.


Keflavík - New York - Hagerstown MD - Logan WV

Við nýttum okkur í fyrsta sinn morgunflug til New York. Komum út um hádegið og fengum bílinn um kl.1 eh. Við erum á leiðinni til West Virginia... umferðin var auðvitað klikkuð á Manhattan en um leið og maður var kominn á Highway komst maður í gang.

Við keyrðum í 7 og 1/2 tíma (281 mílur) og gistum á sexu í Hagerstown MD. Þá kom hvílíkt úrhelli að maður sá ekki fram fyrir bílinn. Sexurnar eru netlaus kvikindi... og við þreytt, svo það var farið fljótlega að sofa.

Ekkert net og enginn morgunmatur... þannig að við vorum lögð af stað fyrir 7 í morgun. Keyrðum um 350 mílur í dag og komum til Logan WV í hádeginu. Það rigndi hressilega öðru hverju á leiðinni... en leiðin lá í gegnum fjöll og dali með trjám á báða bóga.

Við rennum niður í Williamson sem er við fylkismörk Kentucky og West Virginia og sækjum gögnin fyrir maraþonið á eftir.

Super 8 Logan
316 Riverview Ave, Rt 119 S, Logan, WV
phone: 304-752-8787   Room 118


Denver - New York - Keflavík

Eftir 2ja vikna ferðalag, 1.976 mílna keyrslu, og 2 maraþon var tími til kominn að fara heim.
Heimferðin var 19 tíma ferðalag í allt... ég lagði snemma af stað út á flugvöll, enda þurfti ég á tímanum að halda. Lenti í veseni á flugvellinum í Denver, var með aukatösku og þarna voru þau ströng á handfarangur, þannig að ég varð að yfirþyngja aðra töskuna og síðan þurfti ég afpanta farið heim fyrir Bíðara Nr. 1
En allt small saman að lokum og ég sem vaknaði kl 6 í Denver var lent í Keflavík kl 6 í morgun og 6 tíma tímamunur... Bíðarinn sótti mig.

Ég er ekki vön því að leggja mig en af því að ég ætla í Flugleiðahlaupið kl 7 í kvöld, þá lagði ég mig í nokkra tíma.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband