Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Stolt af kallinum

Ég sveiflaðist til og frá undir ræðunni... hann ætlar að skrifa undir... nei hann skrifar ekki undir... Þetta var vel gert hjá ÓRG að skrifa ekki undir.
Á sama hátt og ég var stolt af gamla... þá varð ég fyrir vonbrigðum með svo reyndan stjórnmálamann sem Steingrím og réttast að líkja viðbrögðum hans við óþekkan krakka sem fór í fýlu af því að hann fékk ekki það sem hann vildi. Það varðar lífskjör í landinu næsta áratuginn að komast að betra samkomulagi.

Strax eftir ræðuna fór í gang hræðsluáróður til að fá fólk til að samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið... og fannst mér leitt hvað það var áberandi að fréttafólk Rúv sem á að vera hlutlaust var vonsvikið... og er þá spurning hvort fréttir af IceSave málinu hafi ekki verið litaðar af þeirra skoðunum frá upphafi.

Menn töluðu um misskilning erlendra fréttamanna... að við ætluðum að hlaupa frá skuldunum... er það nokkuð skrítið að þeir fái þá hugmynd þegar stjórnin hefur stanslaust klifað á því að ef við samþykktum þetta ekki þá værum við einmitt að gera það.


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk þetta frá Natalie

Óskir mínar til þín á árinu 2010:
Megi friður brjótast inn á heimili þitt og þjófar stela skuldum þínum.
Megi seðlaveski þitt verða segull á fimmþúsundkalla.
Megi ástin loða við andlit þitt eins og vaselín
Megi hlátur ráðast á varir þínar.
Megi hamingjan slá þig utanundir og tár þín vera gleðitár.
Megi vandamál fyrra árs......... gleyma heimilisfanginu þínu.

Völvuspá fyrir 2010

1) 50% líkur á að I-Save frumvarpið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu
2) það verða miklar sviptingar í íslenskum stjórnmálum, afsagnir ráðherra
3) það verða jarðhræringar á Heklusvæðinu
4) það kemur aflahrota í kringum páskana
5) frægur íslendingur deyr á fyrra hluta ársins
6) óvæntir atburðir varðandi forsetaembættið
7) frægur Íslendingur deyr á seinnihluta ársins
8) Við borgum ekki - við borgum ekki, landinn snýr vörn í sókn, bruggar á atvinnuleysisbótum, borgar enga skatta, sækir matinn til mæðrastyrks-nefndar og kirkjunnar, fær föt hjá Rauða krossinum og heldur næstu jól hjá Hjálpræðishernum.
9) Vöruverð mun hækka
10) íslenska ríkið yfirtekur allar eignir
11) VG og SF vilja að allir eigi jafn.... lítið

12) lýðurinn krefst byltingar - ...og að stjórnin með Siggu Beinteins og Örvari taki við ... það er skárri stjórn en VG og SF...

Árið 2010 verður næstum fullkomið, það snjóar eitthvað á veturmánuðum, einhver sól í sumar, rigning á köflum og í grennd... en við munum hafa nægan tíma til að sinna okkar áhugamálum, enda atvinnulaus og með heimilisiðnað sniðinn að skattleysismörkum og einkaþörfum :D

Brosum - það er ekki hægt að biðja um meira :)


« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband