Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Bíllyklarnir fundnir

Crying  Enn einu sinni snéri ég öllu við, tók allt úr flugvéla-ferðatöskunni og snéri henni á alla kanta og rak þá augun í bíllykilinn... W00t  ótrúlegt en satt, hann sat fastur undir handfanginu sem maður dregur upp þegar maður dregur töskuna á eftir sér. Hvílíkur léttir Joyful  

Las Vegas - Santa Barbara

Við vorum síðustu nóttina í Las Vegas hjá Lilju og Joe. Ég hjálpaði henni að koma tölvunni sinni í lag. Við áætluðum 6 tíma keyrslu til St Barbara svo við vildum leggja snemma af stað þangað. Ferðin gekk vel og við vorum komin úm 16:30, enda stoppuðum við bara einu sinni og það var stutt stopp.

Í St Barbara voru fagnaðarfundir - galopnir armar fyrir okkur. Steinunn var á leiðinni frá LA og við ætluðum út saman. Við tókum inn dótið og vegna þess að það var svo mikið af bílum lagt á götunni þá lagði ég þversum fyrir framan bílskúrinn... þegar við ætluðum síðan út, fundust bíllyklarnir hvergi. Húsinu, dótinu, og meira að segja frystinum var snúið við, Steinunn kom og hjálpaði okkur. Við skiljum þetta ekki - bíllinn er læstur og læsingin er í lyklinum. 
Þrautalending var að fá lásasmið til að opna... sem opnaði með spaða eins og þjófarnir gera í bíómyndum. Allt dótið var tekið úr bílnum en lyklarnir finnast ekki enn...

Að lokum ákváðum við að sofa á þessu.

Í morgun fór ég enn einu sinni í gegnum dótið en án árangurs... en það verður bara að halda áfram að leita.

 


Gott að vera á Days Inn :)

Þriðjudagur 4.okt
Við skiptum um mótel, fórum í næsta hús... vorum ekki ánægð með verð, gæði og þjónustu á Super 8 :( Við erum ekki með kynþáttafordóma en þegar hótelin eru komin í eigu indverja þá drabbast þau einhvernveginn niður og allt einhvernveginn lafir saman.
Við skiptum yfir í Days Inn :) Verðum hér næstu 2 nætur.  Hitinn hérna hefur verið um 30°c og blessuð sólin hefur engin ský til að fela sig bakvið

Það er nú bara fréttnæmt að ég keypti mér 3 boli í gær... ég, konan sem er með 4 skúffur af bolum í fataskápnum heima... hehe... það eru allt hlaupabolir í öllum litum, það vantar ekki að þeir eru úr hágæða efni en þessir verða tilbreyting fyrir mig.

Við/ég missti mig aðeins í ungbarnadeildinni... hehummm... maður er nú að verða lang-amma... það verður sennilega að binda hendurnar fyrir aftan bak til að ég hætti í þeirri deild... þetta er svo ódýrt

Days Inn and Suites Springfield on  I-44,
3114 N Kentwood Avenue, Springfield, MO 65803 US
phone: 417-833-4292   room 128

Fimmtudagur 6.okt.
Við keyrðum til Joplin, erum enn í Missouri. Hér verða gögnin afhent á laugardaginn og hér er markið. Startið er í Commerce Oklahoma og þar hélt ég að við ættum pantaðar næstu 3 nætur. Ég setti mikilvæga staði inn í Garminn en uppgötvaði þá mér til mikillar skelfingar að ég hafði pantað Days Inn í Oklahoma City... Til að reyna að leiðrétta þessi mistök keyrði ég á næsta Days Inn og bað manninn að hringja þangað og afpanta... síðan fór ég á netið til að panta nýtt hótel í Commerce... en vefurinn leiddi mig alltaf á götuna Commerce í Oklahoma City... þannig voru þá mistökin gerð í upphafi. Í stuttu máli sagt - komu ekki upp nein hótel í Commerce... svo við ákváðum að vera hér á þessu Days Inn næstu 3 nætur :)

Days Inn Joplin 3500 Rangeline Road, Joplin, MO 64804 US
phone 417-623-0100   room 311

HeartHeartHeart Ingvar bróðir hefði orðið 58 ára í dag, blessuð sé minning hans


Eau Clarie WI - Minneapolis MN - Keflavík Ísland

Það rignir aðeins úti núna... en við höfum verið heppin með veður til þessa. Við erum að ganga frá dótinu. Tékkum okkur út fyrir hádegi, keyrum til Minneapolis og fljúgum heim kl. 19:20... frekar snemmt sem þýðir þá að við komum ELDsnemma heim.

Tilgangur ferðarinnar heppnaðist vel, tékklistinn næstum útstrikaður, hvað er hægt að gera betur.
AMEN  Cool


Eau Claire Wisconsin

Nú fer að styttast í heimferð... Við færðum okkur nær Minneapolis í dag. Fengum smá rigningu á leiðinni annars hefur verið þurrt... veðurfræðingar klikka hér sem annars staðar.

Eau Claire er ágætis bær, við kíktum um og borðuðum áður en við fórum á hótelið.

Days Inn Eau Claire-Campus
2305 Craig Rd, Eau Claire, WI 54701 US  
Phone: 715-834-3193  room 136 (þó við notum mest skype)


Leggjarbrjótur í 3ja sinn

FYRIR... Leggjarbrjótur 25.7.2011Við vorum fimm, ég og dæturnar 3, Helga, Harpa og Lovísa og svo kom Clara líka með. Minnið var ekki betra en það að ég mundi ekki nákvæmlega hvar við fórum síðast að Svartagili. Fengum leiðbeiningar í I-miðstöðinni, fyrst rangar uppl en síðan réttar.

Veðrið var ágætt, hélst þurrt, var aðeins skýjað á köflum en það létti til þegar von var á útsýni. Við gerðum eins og síðast - stoppuðum smástund á 2ja km fresti. Í einu stoppinu varð Draumur viðskila við okkur án þess að við yrðum þess varar. Þegar það uppgötvaðist leituðum við en ekkert dugði. Héldum því áfram hundlausar og vonuðum að hann dúkkaði upp á leiðinni.

EFTIR... Leggjarbrjótur 25.7.2011Leiðin frá Svartagili á Þingvöllum að Hvalfjarðarbotni er 16 km og 3 km fóru í leit að hundinum sem fannst síðan sem betur fer um kvöldið, hágrátandi greyjið.

Bílstjóri ferðarinnar á afmæli í dag og fékk afmælissöng í ferðinni og þá ánægju að bíða eftir okkur. Við vorum ekki komnar heim þegar leit var hafin að Draumi sem fannst sem betur fer innan nokkurra klukkutíma.

19 km í allt - 6 tímar og 19 mín.


Lúk 15:11-32... Týndi sonurinn

Það er orðið nokkuð langt síðan ég hef bloggað um trúmál en nú er það að gerast. Á laugardagsmorguninn síðasta hjóluðum við hjónin í bröns í Ikea og þaðan í Loftsalinn, á samkomu. Lexían, eftir samkomuna var um ,,týnda soninn" sem ég hef að mig minnir fjallað um oftar en einu sinni í prédikun. sjónarhorn allra var afar venjulegt... sem sagt faðirinn í hlutverki Guðs sem fyrirgaf týnda syninum allt er hann snéri heim... og án nokkurrar ásökunar eða spurninga og svo reiði sonarins sem var alltaf heima.

Mitt innlegg í umræðuna (sjónarhorn sem laust niður á staðnum) var að það mætti sjá föðurinn sem kirkjuna (stofnunina/söfnuðinn)... synirnir tveir eru þeir tveir vegir sem við höfum að velja - að ganga með Guði eða að hafna honum og fara út í heiminn. Kirkjan (söfnuðurinn) á að taka vel á móti þeim sem snýr til baka en þeir sem aldrei fóru burt eiga oft mjög erfitt með að meta þá sem jafningja sem snúa aftur.

Sálmur1:1 - Sæll er sá sem eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur götur syndara... og vers 4, óguðlegum farnast á annan veg, þeir hrekjast sem hismi í stormi... vers 6b, vegur óguðlegra endar í vegleysu.

Sé sagan túlkuð sem val um tvær leiðir, er arfurinn sem sonurinn sóaði, blessanir sem hann var aðnjótandi í lifandi orði en þær hurfu er hann hætti að treysta Guði og fjarlægðist hann. Önnur trúarbrögð svöluðu ekki hungri hans og þegar hann áttaði sig á því vildi hann, fullur iðrunar og með lágt sjálfsmat, snúa heim.

Sonurinn sem var heima, lifði í allsnægtum, át af alikálfinum alla daga án þess að taka eftir því eða vera þakklátur... fannst hann etv hafa unnið fyrir því sem hann naut og eiga það skilið, hann sá ekki að hann hafði allt. Hann taldi sig meiri en þann sem snéri heim... sem minnir mann eilítið á söguna um faríseann og tollheimtumanninn.


Komin heim :-)

Föstudagur 20.maí
Við höfðum nógan tíma til að lulla til New York, komum við í íþróttabúð, fengum okkur að borða og keyptum nesti. Af því að tíminn var nægur þá keyrði ég Lúlla fyrst í Terminal 7, hjálpaði honum inn með töskurnar og fór svo að skila bílaleigubílnum. Leigurnar eru aðeins í burtu og maður þarf að taka lestina til baka. 

Lúlli var búinn að vigta töskurnar og við færðum eitthvað dót á milli... síðan vorum við í sms-sambandi við Eddu og Emil. Þau lentu í umferðarteppu og villu-vegar á Manhattan... smá stress þar í gangi en allt gekk vel að lokum og við sluppum öll inn rétt áður en innritun var lokað.

Við sátum aftast í vélinni - fyrst inn og síðust út...  Ameríkuvélarnar lentu allar á svipuðum tíma og það var stappað í flugstöðinni... Þegar við komum út fór Emil að sækja bílinn sem neitaði lengi vel að fara í gang... en lét svo segjast :)... Við komust öll heil heim og þakklát fyrir það... næst síðasta USA-flug heim fyrir lokun flugvallar vegna eldgossins í Grímsvötnum.


Komin í sumarfrí :)

Nú er prófum lokið, sunnudagaskólanum slitið og síðasti dagurinn minn með kirkjuprökkurunum búinn... og ekkert STÓRT eftir í bili en að afgreiða síðasta fylkið í USA næsta sunnudag... síðan byrjar afslöppun af FYRSTU GRÁÐU Whistling  Wizard  Wink  Sleeping   W00t

 Síðan verður auðvitað afmæli hjá litla kút...
Heart 19.maí ... Matthías litli ömmustrákur verður 2ja ára InLove


Afmælisbörn í mars

Ótrúlegt hvað tíminn flýgur. Þessi önn í háskólanum hefur vægast sagt verið ,,klikkuð" m.a. út af væntanlegu ,,en sem verður ekki" stjórnlagaþingi, þá þjöppuðum við einu námskeiði í 3 og hálfa viku og skiluðum 5.500-6.000 orða heimaprófi fyrir helgi.
Svo nú taka við ritgerðir í öðrum námskeiðum... en síðasti kennsludagur er 8.apríl

Þessi afmælisbörn fengu hamingjuóskir frá mér Wizard

2.mars... Sölvi Steinn 3 ára (lang-afa-barn Lúlla)
5.mars... Helga 36 ára   (frumburður)                   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband