Leita í fréttum mbl.is

Keflavík - London - Qatar - Calcutta Indland 30.jan - 5.febr 2019

Já, þessi ferð var nokkuð óvænt. Bíðari nr 1 var að flakka eitthvað á vefnum... og við erum orðin Qatar-lovers... enda á ég eftir að hlaupa þar seinna. Ferð til Indlands þarf smá undirbúning... það tekur td 72 klst að fá svar við VISA umsókn fyrir 60 daga dvalarleyfi og ég myndi ekki kaupa mér ferð nema vera búin að því. Dvalarleyfið var RÁNDÝRT eða 82 usd. Ferðin var ákveðin með 9 daga fyrirvara og ég ráðlegg engum að vera svona tæpur á því. Sem betur fer var til nóg af flugi og ég fékk að skrá mig í maraþonið í gegnum email... skráningin á netinu hafði lokað sama dag og við sóttum um visað.

30.jan... Við byrjuðum á betri stofunni rétt eftir hádegið því við áttum flug til London kl 16:20. Ég var byrjuð að vera rám og á leiðinni til London bættust við beinverkir sem ég reyndi að hunsa. Í London höfðum við rúma 2 tíma til að koma okkur úr terminal 2 í 4. Það var svosem ekki tæpt en má ekki vera minna. Þaðan áttum við næturflug með Qatar Airways til Doha Qatar. Það var tæplega 7 tíma flug og ég var farin að finna verulega vanlíðan...

31.jan... við tókum herbergi í Qatar, GRAND QATAR PALACE HOTEL
ég náði að taka verkjatöflur og sofna og endurnærðist við það. Við gátum valið hvort við vildum morgunmat eða hádegismat og við völdum hádegismatinn... stoppið var 11:15 tímar... næsta næturflug var til Kolkata (Calcutta)kl 18:55  

1.febr... föstudagur... Vélin lenti um kl 2 eftir miðnætti. Þá tók við eitt hægasta ferli í útlendinga eftirliti sem við höfum nokkru sinni upplifað... við tókum síðan leigubíl á hótelið og bílstjórinn ætlaði aldrei að finna það. Við keyptum aukanótt... tékkuðum okkur inn og beint í bælið. Slæmu fréttirnar... ég er orðin veik, er með smá hita og beinverki. Ég tók verkjatöflur og síðan svaf ég í sólarhring, hafði enga matarlist og rétt drattaðist á klósettið.  The Sojourn Hotel, room 506

2.febr... Þetta leit ekki vel út... en ég dreif mig í sturtu, við tókum leigubíl í City Center 1 til að skipta 100 Dollum í 7000 Rúbís... og bíl þaðan til baka í hverfið okkar sem heitir Salt Lake City, að leikvanginum, gate 3... en það var búið að færa expo-ið... þegar upp var staðið var það á leikvelli bakvið hótelið okkar. Það eina sem við getum borðað hér án þess að það kvikni í okkur - er SUBWAY

Believe it or not... ég sótti númerið... og lagði mig aftur.

3.febr... jey! it´s Marathonday! ég ætlaði að vakna kl 2 en svaf ekkert frá kl 8 um kvöldið. Mér gekk bara vel í maraþoninu miðað við allar aðstæður og þakka Guði fyrir það. Kom síðust í mark því allir fyrir aftan mig hættu... götuhitinn fór yfir 30°c. við borðuðum lambasteik á hótelinu og ég pantaði skoðunarferð á morgun sem er síðasti dagurinn hér.

4.febr... leigubíllinn sótti okkur kl 9. hann keyrði okkur í Hús móður Teresu, að ánni þar sem við skoðuðum mannlífið, á markað, að höll og fleira. ég samdi síðan við hann að keyra okkur á völlinn um miðnætti. Ég pakkaði... það er komið að heimferð.

5.febr... við áttum 6 tíma næturflug kl 3 am til Doha Qatar, þar var rúml 6 tíma stopp. Næsta flug (flugtími 7:30) var til London, lent kl 17:30 og síðasta flugið var kl 20:35 m/Icelandair. Við komumst heim samdægurs... 


Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Feb. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband