Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Enn í Las Vegas

Við urðum að skipta um hótel, smá mistök í pöntun heima, fengum Áttu rétt hjá og átti meira að segja punkta fyrir henni. Hvílíkur munur að vera komin á jarðhæð og rétt hjá útidyrum...

Kannski maður skreppi út að sundlaug og fái smá sólarskvettu á sig... og taka það aðeins rólega smá stund, hitinn er svo mikill að maður getur ekki verið lengi úti... svo er bara að halda sig inni í mollum og skemmtistöðum svo maður stikni ekki :)

Super 8 - Las Vegas
4250 Koval Lane, Las Vegas, NV 89109 
phone 402-794-0888,  room 1094


LA - Santa Barbara - San Diego - Las Vegas

Við flugum út á þriðjudegi 29.maí og eftir langt ferðalag vorum við komin til Los Angeles.

Rodneys steakhouse, 2.6.2012

Miðvikudagur 30.maí... við keyrðum til Santa Barbara til Jonnu og Braga. Það er alltaf svo yndislegt að heimsækja þau... við fengum höfðinglegar móttökur. Við vorum enn hálf þreytt og á vitlausum tíma, eftir ferðalagið og tókum það rólega þann daginn. Gengum upp að strönd og fórum í Costco :)

Fimmtudagur 31.maí... Það var nóg um að tala síðan við hittumst síðast, þjóðmálin á Íslandi, kosningar og fl. gengið upp að strönd, við borðuðum kvöldmatinn snemma og spiluðum UNO á eftir. Ég fékk sms frá Eddu að pabbi hefði farið á spítala... en frétti síðan að hann hefði verið sendur heim eftir að hafa fengið rafmeðferð til að leiðrétta hjartsláttaróregluna.

Rodneys steakhouse 2.6.2012

Föstudagur 1.júní... Morgunmatur á IHOP, Dr. John Mark kom í heimsókn eh, það var gaman að hitta hann. Við Lúlli gengum upp að strönd. en um kvöldið fóru Jonna og Bragi með okkur á besta steikhús St Barbara, Fess Parkers, Rodneys steakhouse... og ég fékk mér aftur NEW YORK steik... ummmm 
http://www.rodneyssteakhouse.com/menu.html  svo var spilað UNO Grin 

Laugardagur 2.júní... Nú var komið að kveðjustundinni í bili... alltaf erfitt að fara... en það var ekki hjá því komist, maraþonið daginn eftir í San Diego. Eftir að hafa faðmað, kysst og kvatt systkinin var keyrt til San Diego til að sækja gögnin fyrir Rock´N´Roll-ið. og gistum nokkrar mílur frá Sports Arena, þaðan sem rúturnar fara á startið. 

Misson Valley Resorts, 
875 Hotel Circle South, San Diego... 

Sunnudagur 3.júní... R´N´R San Diego  http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/1243298/ Við keyrðum strax eftir hlaupið til Las Vegas. Það var að verða dimmt þegar við komum inn í borgina. Við höfðum keypt hundódýra gistingu á svakalega flottu hóteli og Casino... en vorum síðan sett í Courtyard bakvið... hehe... með kílómetra löngum göngum... en herbergið er stórt og gott svo við getum ekki kvartað.

Palace Station Hotel and Casino,
2411 W Sahara Ave, 89102 Las Vegas 

Hjá Lilju og Joe, í Las Vegas, júní 2012

Mánudagur 4.júní... Við dingluðum okkur eitthvað, það er brjálæðislega heitt úti, borðuðum morgunmat á IHOP og fórum í grill til Lilju og Joe um 3-leytið... en hún hafði boðið íslenskri konu og manni hennar sem búa hér, líka í mat. Lilja flýgur til Íslands á morgun og verður heima í sumar, svo við hittum hana aftur heima
.


« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband