Leita í fréttum mbl.is

Vökulög á alþingi...

Hvernig er þetta með alþingismenn... gilda ekki vökulög yfir þá eins og aðrar starfsgreinar í landinu. Þeir sem fylgjast með útsendingu frá alþingi geta verið fullvissir að Jóhanna fær sinn 12 tíma svefn, hún sest ekki í stólinn sinn nema þegar greiða þarf atkvæði.
Vökulög voru sett til að menn ofkeyrðu sig ekki á vinnu og héldu skerpu og athygli í lagi. Það þurfa alþingismenn einmitt að gera í Icesave-umræðunum.

Manni léttir að þetta sé ,,fjölskylduvænt" þing... Hvernig væri það annars? Ég vona bara að stjórnarandstaðan haldi út og þetta I-save Steingríms og Jóhönnu verði ekki samþykkt og reynt verði að gera US-save eins og hægt er.


mbl.is Þingfundi frestað til 12
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ákvæði kjarasamninga um hvíldartíma ná til vinnu þar sem vinnuveitandi óskar eftir viðveru starfsmanna. Alþingi telst vart vinnuveitandi í þeim skilningi og þingmenn eru þar með viðveru sem byggist að vilja hvers og eins. Þannig að ég tel að ákvæði um hvíldartíma gildi ekki. Lagmarkshvíld er 11 klukkustundir og séu aðstæður til staðar sem kalla á að hvíld sé skert, þá skapast 1,5 klst frítökuréttur fyrir hverja klukkustund sem hvíld er skemmri en 11 klst. Eigi má skerða hvíld niður fyrir 8 klst og sé sú skerðing eigi að síður staðreynd, skapar hún ekki frítökurétt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.12.2009 kl. 13:11

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæl Hólmfríður,
Alþingismenn eru í vinnu hjá okkur, það væri laglegt ef enginn mætti einn daginn. Í upphafi þingfunda er tekið fram að fjarvistaskrá liggi frammi og skyldi maður þá ætla að fyrst menn verði að tilkynna fjarvistir - þá hafi þeir ekki geðþóttaviðveru.

Bryndís Svavarsdóttir, 30.12.2009 kl. 15:30

3 identicon

Skv. lögum eiga allir þingmenn að vera á staðnum, allan tímann, nema nauðsyn krefji þess að þeir séu annarsstaðar. Það er því ekki um að ræða geðþóttaviðveru.

Svavar Kjarrval (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband