Leita í fréttum mbl.is

PA - NY - Ísland

Þá erum við komin heim... Við þorðum ekki annað en að fara snemma af stað því maður getur lent í þvílíkum umferðarteppum í New York. En það rættist furðanlega úr og við vorum komin 3 tímum of snemma svo við kíktum í Walmart sem var ,,rétt hjá" þar sem við keyptum okkur SUBWAY í nesti.

Við skiluðum bílnum á réttum tíma og höfðum keyrt 2.074 mílur... en hvílíkt glæpaverð er orðið á þessum bílaleigubílum...
11 dagar kostuðu 88.400 kr ísl.  Þetta er hreinasta klikkun.

Flugið heim var 5:10 mín og lent rétt rúmlega 6... ég náði að horfa á 1 þátt og 1 og hálfa bíómynd á leiðinni.
Við biðum uppi í fríhöfninni eftir að hitta Helgu og Tinnu sem var mjög spennt yfir að vera að flytja til Svíþjóðar. Við höfðum ekki langan tíma saman - þær áttu flug 7:50... það er alltaf erfitt að kveðja en í nútímaunum er orðið styttra á milli staða en áður Wink hægt að skreppa í heimsókn.

Týri beið fyrir utan á jeppanum... búinn að þrífa hann með tannbursta... bíllinn alltaf eins og nýr ef maður fær að ,,geyma" hann hjá þeim... það er ekkert smá þægilegt að geta keyrt heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim. Kveðja Björg.

Björg (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband