Leita í fréttum mbl.is

Selvogsgatan á hraðferð

Maðurinn keyrði mig upp að neyðarskýlinu á Bláfjallavegi... þar sem vegurinn sker Selvogsgötuna. Þar stendur á skilti að leiðin sé 18 km.
Ég gekk ein... lagði af stað 11:52... nákvæmlega.
Lagt í Selvogsgötuna 2009Ég hafði ákveðið að ganga hratt og stoppa ekkert á leiðinni. Það fór nú aðeins út í öfgar því stundum hljóp ég næstum við fót.  Einu sinni datt ég kylliflöt, stangaði jörðina en var svo blessuð að meiða mig ekki... og oft rak ég tærnar í án þess að detta. 
Fuglarnir létu heyra í sér, yrðlingur skaust inn í vörðu þegar ég var komin upp að honum og nokkrar kindur voru með lömb á beit... ég var eina manneskjan á ferð.
Hraðametið mitt féll í þessari ferð því ég kom niður á veginn við Hlíðavatn kl 14:39. Gangan var semsagt 2 tímar og 47mín.

Hjólhýsið beið í Selvoginum þar sem Lúlli grillaði og dundaði við viðhald... við ætluðum upphaflega að gista þar en ég vildi fara heim eftir kvöldmatinn svo við renndum heim aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband