Leita í fréttum mbl.is

Esjan í dag

,,Gengið" tók sig til og gekk á Esjuna í dag. ,,Dollarinn" mætti ein, ,,Evran" var með 2 smápeninga og Á leið upp Esjuna 6.7.2007,,Líran" kom með 1 smápening.  Smámyntirnar, Ísak Lúther, Adam Dagur og Tinna Sól... voru sannkallaðar hetjur, þær klifu Esjuna í fyrsta sinn í dag... fóru alla leið upp á topp ásamt mæðrum sínum og mér, ömmunni...

Ég hef gengið öðru hverju á Esjuna en aldrei nokkurn tíma pælt í því hve spottinn er langur.
áð á leiðinni á toppinn 6.7.2007Á síðustu öld... hu-hummm.. tók ég tvisvar þátt í Esjuhlaupinu og var þá 52 mín á toppinn og þá var farin lengri leiðin... og þegar ég fór með Völu á Esjuna í maí sl.  þá sagði hún mér að ÍR-ingarnir reiknuðu erfiðleikagráðuna á við 10 km.

Við fórum lengri leiðina upp í dag og ég tók báða ,,garmana" með mér. Garmin úrið mældi 3,5 km upp að Steini og 4,2 km upp á topp, en vegagarmurinn mældi 2,6 km beina vegalengd.

í klettabelti Esjunnar 6.7.2007Þegar við vorum komin upp að Steini - kom þokan æðandi upp hlíðina með raka og brennisteinsfýlu... við héldum áfram þó við værum algerlega búin að missa útsýnið og krakkarnir voru bara enn meiri hetjur í roki og kulda á toppnum. Keðjurnar voru mest spennandi Wink

Þetta var erfitt en verður hetjuskapur í minningunni og en það er óvíst hverjir verða þreyttastir í kvöld Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Við fórum lengri leiðina upp og mýrina niður og mældist vegalengdin þá alls 7 km.

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 9.7.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband