Leita í fréttum mbl.is

New York - Denver - Pueblo West - Guymon, Oklakoma

Ég rétt gat klárað síðustu bloggfærslu á flugvellinum í New York, áður en ég fór um borð. Opnaði tölvuna svo seint. Flugið til Denver tók 3:40 mín... Náði að sofa í 1 tíma á leiðinni. Klst eftir lendingu var ég komin með bílaleigubílinn og svo var ég slétta 2 tíma að keyra til Lilju og Joe í Pueblo West, þá var klukkan 3:10 á staðartíma... ég lagði af stað að heiman kl 14, það er 6 tíma tímamunur svo ferðalagið var orðið 19 tímar. 

Ég verð að viðurkenna að ég var orðin dauðþreytt, þurfti að passa mig á leiðinni til Lilju að loka ekki augunum of lengi þegar ég blikkaði þeim... ég er með plástur en hefði sennilega ekki þurft að nota hann, hefði ég farið útaf... 80 mílur er 130 km. hraði W00t  

Ég vakti upp, fiskurinn þurfti að komast í frysti. Síðan skelltum við okkur fljótlega í rúmið. Ég sofnaði fljótlega og svaf til kl 8... Lilja var farin í vinnuna, Joe var uppfartari og félagsskapur þar til ég lagði af stað til Oklahoma. 
Ég lét garminn ráða, hefði betur ráðið sjálf og keyrt leiðina sem við Lúlli keyrðum þegar við fórum til New Mexico.
Þetta var nú meira sveita???  GetLost ... ég keyrði amk í 2 tíma án þess að sjá bíl og þá var það löggan sem stoppaði mig fyrir of hraðan akstur Blush ... ég slapp með áminningu Police
Það eru um 600 mílur til Oklahoma City og ég keyrði um helminginn í dag. Tók áttu í Guymon og kom mér fyrir... loksins að ég sá menningu Cool  klukkan er orðin svo margt (18 hér, miðnætti heima) að Bíðarinn er sennilega sofnaður heima  Sleeping

Super 8 Guymon

Intersection of Hwy 54 & 64
1201 Hwy 54 East
Guymon, OK 73942-4543 US
Phone: 580-338-0507  room 230

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband