Leita í fréttum mbl.is

Ef þú ert... - Matt. 4.kafli

-1- Þá leiddi andinn Jesú út í óbyggðina, að hans yrði freistað af djöflinum.
-2- Þar fastaði hann fjörutíu daga og fjörutíu nætur og var þá orðinn hungraður.
-3- Þá kom freistarinn og sagði við hann: Ef þú ert sonur Guðs, þá bjóð þú, að steinar þessir verði að brauðum.
-4- Jesús svaraði: Ritað er: Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni.
-5- Þá tekur djöfullinn hann með sér í borgina helgu, setur hann á brún musterisins
-6- og segir við hann: Ef þú ert sonur Guðs, þá kasta þér ofan, því að ritað er: Hann mun fela þig englum sínum, og þeir munu bera þig á höndum sér, að þú steytir ekki fót þinn við steini.
-7- Jesús svaraði honum: Aftur er ritað: Ekki skalt þú freista Drottins, Guðs þíns.
-8- Enn tekur djöfullinn hann með sér upp á ofurhátt fjall, sýnir honum öll ríki heims og dýrð þeirra
-9- og segir: Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig.
-10- En Jesús sagði við hann: Vík brott, Satan! Ritað er: Drottin, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum.

Það er þetta EF sem leiðir okkur oft afvega, eða fær okkur til að gera einhverja vitleysu... það að ætla að freistast til að sanna eitthvað fyrir öðrum. Djöfullinn freistaði Jesú þrisvar... tvisvar freistaði hann hans að sanna hver hann væri.
Djöfullinn á þennan heim, þessa jörð og í síðustu freistingunni vildi hann láta hana í skiptum fyrir tilbeiðslu.
Jesús sagði að það verði ekki fyrr en í lok þessa heims sem þessum höfðingja verður út kastað (Jóh 12:31) svo að þangað til verður heimurinn eins og hann er... eða fer versnandi. 
Baráttan milli góðs og ills verður lúmsk... jafnvel fyrir þá sem velja og vilja fylgja Jesú Kristi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband