Leita í fréttum mbl.is

Musterið í hinni nýju Jerúsalem

 Jóh 4:19-21
-19- [Samverska]konan segir við hann[Jesú]: Herra, nú sé ég, að þú ert spámaður.
-20- Feður vorir hafa tilbeðið Guð á þessu fjalli, en þér segið, að í Jerúsalem sé sá staður, þar sem tilbiðja skuli.
-21-Jesús segir við hana: Trú þú mér, kona. Sú stund kemur, að þér munuð hvorki tilbiðja föðurinn á þessu fjalli né í Jerúsalem.

Þegar Jesús dó og fortjaldið rifnaði, færðist hið allra helgasta upp til himins, til hinnar nýju Jerúsalemborgar. Jesús sagði að hann færi að búa okkur stað og þar sem við verðum, mun musteri Drottins einnig vera svo við getum tilbeðið hann þar.

Opb 3:12  Þann er sigrar mun ég gjöra að stólpa í musteri Guðs míns, og hann skal aldrei þaðan út fara. Á hann mun ég rita nafn Guðs míns og nafn borgar Guðs míns, hinnar nýju Jerúsalem, er kemur af himni ofan frá Guði mínum, og nafnið mitt hið nýja.

Sú Jerúsalem sem menn horfa til í Ísraelsríki nútímans, hefur skilað sínu hlutverki. Að sjálfsögðu verður fólk sem fer þangað fyrir hughrifum, þarna gekk Jesús um strætin og þarna var hann líflátinn. Þetta er Jerúsalem sögunnar. Kristnir menn eiga að beina sjónum sínum til himins, því borgin helga mun koma af himni ofan.

Opb 21:2 Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband