Leita í fréttum mbl.is

Er það ekki bannað hér?

22.febr. nk. verða 13 ár síðan vélar þær sem héldu bróður mínum á lífi, voru teknar úr sambandi. Hann hafði ekki verið nema 10-14 daga í þeim. Við, aðstandendurnir vorum ekki spurð, okkur var tilkynnt hvað ætti að gera.
Það er alltaf einhver sem ber ábyrgðina á ákvarðanatökunni... en það er einhver honum lægri sem fylgir fyrirmælunum og ýtir á takkann.  Sá hinn sami vinnur alla daga við að bjarga mannslífum en nú snýst það við, honum er fyrirskipað að ljúka lífi einhvers. Þess vegna hlýtur að vera erfitt að taka slíkar ákvarðanir og enn erfiðara fyrir þann sem þarf að framfylgja þeim.


mbl.is Líknardráp veldur uppnámi á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er merkileg frásögn, Bryndís, og ég samhryggist þér. Hafði bróðir þinn lent í slysi? – Mér finnst ég skynja það, að þú hafir ekki verið sátt við þessa óumbeðnu "lausn" og ekki einu sinni viðbúin henni.

Með þakklæti og velfarnaðarósk,

Jón Valur Jensson, 11.2.2009 kl. 00:21

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæll Jón Valur,
Bróðir minn fékk krabbamein sem óx inn í slagæðina við hjartað, við geislun varð hann viðkvæmari í lungum og hann fékk lungnabólgu. Eitt sinn lenti hann í svo slæmri andnauð að hann var svæfður að eigin ósk. 
Svæfing er aðferð sem læknar beita oft þegar fólk lendir í slysum og gerir líkamanum auðveldara að vinna á því sem er að.
Eftir aðeins stuttan tíma, hafði honum versnað. Eins og ég sagði, þá vorum við ekki spurð, okkur var tilkynnt hvað ætti að gera og við vitum ekki til þess að líknardráp sé leyft á Íslandi.
Fyrst voru lyfin tekin, en það gekk ekki nógu hratt fyrir sig, þá var skrúfað fyrir súrefnið.
Þú spyrð hvort við höfum verið sátt... það er alltaf von og vonin var tekin af okkur, við hefðum viljað gefa þessu lengri tíma...

Bryndís Svavarsdóttir, 11.2.2009 kl. 12:22

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er afar sorgleg frásögn, Bryndís, og þú átt alla samúð mína.

Guð blessi minningu bróður þíns og gefi honum að ganga inn til síns fagnaðar.

Jón Valur Jensson, 11.2.2009 kl. 12:48

4 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Þakka þér fyrir.

Bryndís Svavarsdóttir, 12.2.2009 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband