Leita í fréttum mbl.is

Klókir eða hvað?

Fyrsta tölvan mín var Macintosh... frábær tölva með allt kerfið á íslensku en vegna þess hve hún var dýr, keypti fólk sér frekar PC... sem stendur fyrir ,,personal computer"
Makkinn hafði svo margt fram yfir PC að ég dauðsá alltaf eftir að hafa skipt yfir... en þegar maður þarf að skiptast á skjölum við fólk þá verður maður að láta sig hafa ýmislegt.

macbookVandamálin við PC komu fljótt í ljós...Í fyrsta lagi stóð heimurinn á öndinni fyrir aldamótin þegar ráðamenn voru dauðhræddir að kerfið myndi hrynja... og svo eru það þessir endalausu vírusar hjá PC, sem Macintosh-eigendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af... Joyful
Nú hafa vinsældir Macintosh aukist til muna og mörg ár síðan ég hef séð PC-fartölvu í bíómynd... Eplið er mætt á svæðið og ætlar sér stærri hlut á markaðnum. Besta útspilið hjá PC er því að gefa viðskiptavinunum vírusvörn til að missa þá ekki yfir til Macintosh.


mbl.is Ókeypis vírusvörn fyrir allar PC tölvur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Kveðja úr Makkanum mínum!!! Er að pikka þetta á 12" Powerbook, keypta fyrir tæpum fjórum árum. Frábær tölva. Fólk spyr ennþá hvort hún sé ný þegar það sér hana.

Villi Asgeirsson, 21.11.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hef aldrei skilið hvers vegna fólk er að nota windows "samhæfðar" dollur. Þarf að notast við þetta í vinnuni en lifi í makkaheimi þess utan.

 Þetta er pikkað á algera klassík: iMac flat panel árgerð 2001

Haraldur Rafn Ingvason, 21.11.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Ég er að skrifa þetta úr Hackint0sh fartölvunni minni frá Toshiba.. leopard 10.5.5

ég nota aldrei Vista partitionina sem fylgdi með tölvunni ;)

Viðar Freyr Guðmundsson, 23.11.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband