Leita í fréttum mbl.is

Matt 11:28... Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita yður hvíld.

Páll postuli sagði : Gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn, beiðni og þakkargjörð.Já, í öllum hlutum..... það þarf ekki að setja málefnin í erfiðleika-gráðu-próf... við getum komið með allt til Drottins. Þegar Páll leit til baka... hafði ýmislegt drifið á daga hans, eins og við getum lesið í  2 Kor. 11.k s.h vers 23–28 
s.hl.23-Meira hef ég unnið, oftar verið í fangelsi, fleiri högg þolað og oft dauðans hættu.
-24- Af Gyðingum hef ég fimm sinnum fengið höggin þrjátíu og níu,
-25- þrisvar verið húðstrýktur, einu sinni verið grýttur, þrisvar beðið skipbrot, verið sólarhring í sjó.
-26- Ég hef verið á sífelldum ferðalögum, komist í hann krappan í ám, lent í háska af völdum ræningja, í háska af völdum samlanda og af völdum heiðingja, í háska í borgum og í óbyggðum, á sjó og meðal falsbræðra.
-27- Ég hef stritað og erfiðað, átt margar svefnlausar nætur, verið hungraður og þyrstur og iðulega fastað, og ég hef verið kaldur og klæðlaus.
-28- Og ofan á allt annað bætist það, sem mæðir á mér hvern dag, áhyggjan fyrir öllum söfnuðunum.

Við erum vön að telja síðast upp það sem er þyngst... Áhyggjan... sem er sálræn, er toppurinn hjá Páli.  Páll gat þolað líkamlegu raunirnar en áhyggjurnar voru að sliga hann.

Þetta er nákvæmlega eins hjá okkur, hið sálræna er erfiðast... Þegar við lítum til baka, hefur ýmislegt gerst á lífsleiðinni...


Margir geta sagt það sama og Páll... hafa fengið höggin... verið húðstrýktir... grýttir... beðið skipbrot... komist í hann krappann... stritað og erfiðað... átt svefnlausar nætur... verið hungraðir og þyrstir... kaldir og klæðlausir... ANDLEGA

Andlegi þátturinn er erfiðastur, innri líðan, að hafa frið í sálinni. Þess vegna segir Drottinn: Matt 11:28
Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld... Og Páll postuli sagði : Gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn, beiðni og þakkargjörð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband