Leita í fréttum mbl.is

Paradís

Síðasta vor var ég í Fimmbókaritinu hjá Dr. Gunnlaugi A Jónssyni sem hefur gríðarlega þekkingu á efninu og deildi með nemendum miklum fróðleik. Var þar margt sem kom manni gersamlega á óvart. Eitt af því var orðið Paradís.
Orðið Paradís kemur ekki fyrir í fyrstu köflum 1. Mós.... það kemur reyndar aðeins 3svar fyrir í hvoru testamenti,  í Nt.  Lúk 23:43, 2.Kor 12:4, Op 2:7 og Neh. 2:8, Préd. 2:5, Ljóðalj. 4:43 í Gt.

Sjötíumannaritið, LXX (grísk þýðing Gt)
 notaði hugtakið paradeisos  í þýðingu sinni... og er það talin ástæða þess að vissir hópar gyðinga (t.d. Fíló) fóru að telja nafnið vera hið rétta nafn Eden-garðsins.

Gyðingar trúðu ekki á líf eftir dauðann, en eftir að þeir tóku að trúa á að til væri dvalarstaður fyrir réttláta eftir dauðann töldu þeir Eden vera þann stað og notuðu síðar nafnið paradeisos yfir hann. Uppruna orðsins má rekja til persneska orðsins pariridaeza, í hebreskri orðmynd kemur það eins og áður hefur komið fram, 3svar í Gt.  Í öllum tilefllum er orðið notað í hlutlausri merkingu yfir garð. 

Þessi breyting hjá gyðingum átti sér stað eftir Krist og samræmist merkingunni hjá kristnum, þ.e. að Paradís sé dvalarstaður réttlátra eftir dauðann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband