Leita í fréttum mbl.is

Saknaði Dorritar

Hvíllík hátíð í dag  Grin

Múgur og margmenni tóku á móti handboltalandsliðinu.  Það var áhrifamikið þegar flugvélin renndi sér niður úr skýjunum á þess að snerta flugvöllinn... og hóf sig upp aftur. 
Allur mannfjöldinn sem fylgdi hetjunum okkar eftir götunum og stemningin við Arnarhól.... þetta var allt draumi líkast...

Frammámenn og konur stigu á pall til að fagna og syngja.... en það vantaði einn eða eina.... Hvar var Dorrit?
Konan sem fagnaði svo innilega sigri okkar að öll settlegheit fóru fyrir bí.... var hvergi sjáanleg.

Hefur umræðan undanfarna daga um hvernig forsetafrú á að haga sér.... valdið sorg og hlédrægni hjá henni á sama degi og við hin leyfum okkur að hoppa og gráta af gleði.... það er sorglegt

Maðurinn er alltaf samur við sig... alltaf að segja öðrum hvernig þeir eigi að haga sér....
Í 2 Samúelsbók 6.kafla segir frá því þegar Davíð konungur dansaði af gleði er hann lét færa örk Guðs í musterið..... Sumum fannst þetta ekki hæfa konungi, en hann gat ekki hamið gleði sína.


mbl.is Með stöðugan kökk í hálsinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hummm..... langur blaðamannafundur.....

Hún sást hvorki á Arnarhóli né við orðuveitinguna á Bessastöðum.... og ekki er viðtal við hana í blöðunum í dag!

bryndissvavars.blog.is (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband