Leita í fréttum mbl.is

Of langt á milli drykkjarstöðva í Reykjavíkurmaraþoni

Ég er búin að hlaupa nokkur maraþonin, ekki bara hér heima heldur einnig erlendis. Þrisvar hef ég verið í maraþonum þar sem menn dóu - steindóu- .... rétt innan við marklínuna.  

Það getur vel verið að þetta hafi gerst í fleiri hlaupum án þess að ég hafi tekið eftir því..... en árið 2000 var ég í Chicago maraþoninu og þar dó 23 ára Canadamaður í markinu, fjöldinn allur fór frá marklínunni studdir af öðrum, í hjólastólum, eða á börum með poka í æð....
Í OC maraþoninu í Californíu 2007 dó einn og nú síðast 2008 dó 27 ára maður þegar ég hljóp í Little Rock í Arkansas. Sá hljóp maraþonið á rétt rúmum 3 tímum. 

Það vantaði ekki að allir þessir menn kæmu inn á góðum tímum, vel æfðir menn, hefðu komist á verðlaunapalla..... þeir voru Boston-qualifiers..... en það er ekki krafa til að komast til himnaríkis.

Keppnin er mikil í mönnum.... það er gaman að geta borið tímann sinn saman við tíma annars og vera stoltur af honum....  svo það gleymist að hlusta á líkamann svo þeir komist heim til sín að hlaupi loknu.... það gleymist að vegalengdin sem maður er að kljást við hverju sinni er sigurinn.

En það er annað, sem ég er búin að segja oft í sambandi við Reykjavíkurmaraþon - það er alltof langt á milli drykkjarstöðva, erlendis er yfirleitt 1 míla (1,6 km) á milli drykkjarstöðva.  
nánar um það á http://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/625428/


mbl.is Féll í yfirlið á síðasta kílómetranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband