Leita í fréttum mbl.is

Esjan í dag

Selvogur-Þorlákshöfn, Esjan        Smile  Smile  Smile

,,Gengið" var óstöðugt í dag..... Fór upp og niður.... amk 3 gjaldmiðlar, því Dollarinn, Líran og ferðatékkinn drifu sig á Esjuna. Veðrið var frábært, við héldum að það yrði meiri vindur.
Við lögðum af stað upp fjallið kl. 12:30.... Við fórum mýrina upp, styttri en brattari leið.... á miðri leið settumst við niður og fengum okkur kaffi og nutum útsýnisins.  Við vorum rétt fyrir neðan Stein.... við skrifuðum í gestabókina við Stein.... Hver les þessar gestabækur ?

Það var rosalega mikið af útlendingum í fjallinu. Við hljótum að hafa verið eitthvað annars hugar rétt fyrir neðan klettabeltið.... því við eltum einhverjar útlenskar stelpur, fórum vitlausa leið.... og urðum nánast að bjarga útlensku stelpunum upp....

Esjan 27.7.2008Eftir á sáum við að leiðin sem allir aðrir fóru var merkt og með keðjum til að halda í .... og við bara í lífshættu, því við nánast skriðum upp og héngum á litlum nibbum... þangað til við skriðum upp að keðjunum.  Vorum 2:20 mín. upp.  Önnur gestabók á toppnum...

Uppi var útsýnið frábært, en smá saman kom þokuslæðingur.... við náðum að taka myndir og komast niður... alltaf elti þokan okkur.  Við fórum lengri leiðina niður og vorum sléttan klst að bílnum.

Ferðin var frábær.... alltaf erum við svo blessaðar með veður... það helli-rigndi á leiðinni heim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega , hvað er málið með þessar gestabækur ?? ég ætla pottþétt að lesa þær næst þegar ég hef ekkert að gera.... 

takk fyrir mig !!

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband